Norðurljósið - 01.01.1983, Page 83
NORÐURI JÓSIÐ
83
Móðurást
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó, móðir góð,
upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og, hvað er engill úr Paradís
hjá góðri og göfugri móður?
M.J.
Við íslendingar þekkjum lítið til erlends ófriðar í landi
°kkar. Hið eina, sem við höfum kynnst af því tagi, er Tyrkja-
ránið, er svo er nefnt. En aðrar þjóðir hafa haft meira af slíku að
Segja. Inn í okkar land hefur aldrei komið óvinaher, sem átti
Það markmið eitt: að deyða hvern einasta mann, karla og konur,
^örn og brjóstmylkinga. En við lesum það í Jósúabók, að þetta
áttu ísraelsmenn að gjöra. Guð alls réttlætis hafði kveðið upp
Þann dóm: að þessar þjóðir, sem bjuggu í Kanaanlandi væru
^únar að fylla mæli synda sinna, og því skyldi þeim verða
gjöreytt.
Landsbúar reyndu að verjast, en vörnin gagnaði lítið. En
^rottinn stælti hjörtu þeirra til hernaðar, segir í Jósúabók.
Undantekning ein fannst þó. í bók Jósúa, 9. kafla, er
frásögn, sem er á þessa leið:
»En íbúar Gíbeon fréttu, hvernig Jósúa hafði farið með
Jeríkó og Ai. Beittu þeir nú slægð; fóru þeir og fengu sér
Veganesti, tóku gamla sekki á asna sína og gamla, rifna og
samanbundna vínbelgi, og gamla, bætta skó á fætur sér og fóru
1 gömul föt, og allt brauð, sem þeir höfðu í nesti, var hart og
k°mið í mola. Fóru þeir á fund Jósúa í herbúðirnar í Gilgal og
s°gðu við hann og ísraelsmenn: Vér erum komnir frá fjarlægu
júidi, gjörið nú sáttmála við oss! Þá svöruðu ísraelsmenn
**evítunum: Vera má, að þér búið meðal vor; hvernig megum
Ver þá gjöra sáttmála við yður? Þá sögðu þeir við Jósúa: Vér
erum þjónar þínir. og Jósúa sagði við þá: Hverjir eruð þér, og