Norðurljósið - 01.01.1983, Page 85
NORÐURLJÓSIÐ
85
þjónum þínum var frá því sagt, að Jahve, Guð þinn, hafði
heitið því Móse, þjóni sínum, að gefa yður allt landið, en eyða
öllum landsbúum fyrir yður. Fyrir því urðum vér hræddir um
hf vort og tókum því þetta til bragðs. En nú erum vér á þínu
valdi: far þú með oss svo sem þér þykir gott og rétt vera. og
hann fór svo með þá og frelsaði þá úr höndum ísraelsmanna, að
þeir dræpu þá ekki. Og Jósúa gjörði þá á þeim degi að viðar-
höggsmönnum og vatnsberum fyrir söfnuðinn og fyrir altari
Drottins, og er svo enn í dag, á þeim stað, er hann mundi til
velja.
Dómara-tímabilið hófst. Það mun hafa staðið í um 400 ár.
Síðan, hófst tímabil konunga Israels. Þá reyndi Sál að tortíma
Gíbeonítum af vandlæti vegna Israelsmanna. Hann dó, og
Davíð Isaíson varð konungur ísraels.
Þá bar svo til, að þurrkar miklir hófust, og fylgdi þeim
hallæri.En er það hafði staðið í þrjú ár, gekk Davíð til frétta við
Drottin og spurði hann um orsök þessara miklu þurrka. En
Drottinn svaraði honum: „Á Sál og ætt hans hvílir blóðsök
fyrir það, að hann drap Gíbeoníta“. Þá lét Davíð kalla
Gíbeoníta og sagði við þá: Hvað á ég að gjöra fyrir yður, og
nieð hverju á ég að friðþægja, til þess að þér blessið arfleifð
Drottins? Þá sögðu Gíbeonítar við hann: Það er ekki silfur og
gull, er vér sækjumst eftir af Sál og ætt hans, og engan mann
viljum vér feigan í Israel. Hann svaraði: Hvað segið þér, að ég
eigi að gjöra fyrir yður? Þá sögðu þeir við konung: Maðurinn,
sem eyddi oss og hugði að afmá oss, svo að vér værum ekki
lengur til í öllu ísraelslandi, - af niðjum hans skulu okkur
^engnir sjö menn, svo að vér megum bera þá út fyrir Jahve í
Gíbeon á fjalli Jahve. Konungur sagði: Ég skal fá ykkur þá.
Davíð þyrmdi þó Mefíbóset, Jónatanssyni, Sálssonar vegna
eiðs þess við Drottin, er þeir höfðu unnið hvor öðrum, Davíð
°g Jónatan, sonur Sáls. Og konungur tók báða sonu Rizpu
Ajasdóttur, Armóní og Mefíbóset, og fimm sonu Merab,
öóttur Sáls, er hún hafði fætt Adríel Barseillaísyni frá Mehóla,
®g fékk þá í hendur Gíbeonítum, og þeir báru þá út fyrir Jahve
a fjallinu, svo að þeir dóu sjö saman, og voru þeir teknir af lífi
fyrstu daga uppskerunnar. En Rizpa Ajasdóttir tók hærusekk
°g breiddi hann út á klettinum handa sér (að hvílurúmi) frá