Norðurljósið - 01.01.1983, Page 91
norðurljósið
91
Pabbi undraðist, er hann leit upp til himins. Jonni, sagði
hann: Þessar stjörnur eru bjartari en ég hef séð þær nokkru
sinni fyrr. Þær líta út eins og demantar.
Mamma var heima, þegar þeir komu. Hún opnaði í skyndi
dyrnar, er hún heyrði ókunnuglegt fótatak pabba. Pabbi lagði
arminn utan um hana og sagði af óvenjulegum þýðleik: Soffía,
þú hefur fengið nýjan eiginmann heim og uppfrá þessu.
Aður en hann gat sagt henni, hvað hafði gjörst á samkom-
unni, hrópaði mamma hamingjusöm: Guð hefur haldið loforð
sín, ég vissi, að hann mundi ekki bregðast.
Það var talsvert grátið og hlegið og grátið enn meir þetta
kvöld. Pabbi náði í gömlu, slitnu biblíuna, sem móðir hans
hafði gefið honum fyrir mörgum árum, og reyndi að lesa 3.
kapítulann í guðspjalli Jóhannesar. Pabbi hafði lítið verið í
skóla og las ekki vel. En með hjálp mömmu tókst honum að
staulast í gegnum hann. Við krupum síðan öll niður. Það var
þetta kvöld, sem fjölskyldan var í fyrsta sinni sameinuð á slíkri
stund.
Morguninn eftir, þegar pabbi fór af stað til vinnunnar,
gátum við ekki látið vera að gægjast út um gluggana. A horni,
t>eðar í götunni okkar, var drykkjukrá. Árum saman hafði
Pabbi stansað þar á hverjum morgni til að fá sér eitthvað, sem
°pnaði á honum augun, ’aðeins fáeina bjóra‘. Hjörtu okkar
hættu nálega að slá, er við sáum, að hann nálgaðist krána. Var á
honum hik, er hann nálgaðist dyrnar? Við héldum öll niðri í
°kkur andanum - þá sáum við hann líta upp til himins, eins og
hann væri að biðja um styrk. Hann rétti sig í herðunum og gekk
með föstum skrefum framhjá.
Mamma kraup þegar niður. „Þakka þér fyrir Drottinn“!
Sagði hún. Pabbi bragðaði aldrei framar dropa af áfengi.
Pabbi var ákveðinn í því: að læra að lesa biblíuna. Kvöld eftir
kvöld sat mamma hjá honum. Með þolinmæði hjálpaði hún
honum til að ná valdi á orðunum og til að skilja orð Guðs.
Einkennilegt var það, að pabbi gat aldrei lesið fréttablað eða
^ók, en hann varð hraðlæs á biblíuna. Þrátt fyrir skortinn á
menntun, varð hann á þeim slóðum talsvert mikill predikari.
hað leið ekki á löngu áður en við gátum flutt í betra hverfi í
borginni.