Norðurljósið - 01.01.1983, Side 92
92
NORÐURLJÓSIÐ
En við eignuðumst aldrei mikið af þessa heims gæðum.
Kreppan skall yfir Bandaríkin um það leyti. En auk þess var \
pabbi svo ákaflega þakklátur Drottni fyrir að frelsa sig, og gefa
honum að hætta þessu vonda líferni, sem hann hafði lifað, að
hann blátt áfram gekk fram af sér, er hann reyndi að gjalda þá
skuld, sem hann fann, að hann var í. Mamma var svo hamingju-
söm, að hún hvatti hann til að gefa, uns hann fyndi sárt til þess,
og þá að halda áfram að gefa, uns hann hætti að fmna til þess.
Hið fyrsta, sem pabbi gerði, var að smala saman öllum sínum
vinum, drykkjumönnunum, og flækja þá í að koma a
samkomurnar, en þar var fagnaðarerindið flutt. Honum til
mikillar gleði veittu þeir margir Kristi viðtöku sem frelsara
sínum og byrjuðu nýtt líf. Þar sem í þessu samfélagi var engin
kirkja, fann mamma, pabbi og aðrir afturhorfnir drykkjumenn,
konur þeirra og fjölskyldur, að þetta fólk yrði að eignast
samkomustað. Endaði þetta með því, að þeim tókst að eignast
hverfissalinn og báðu vin sinn, Bob að koma og vera hirðir
þessa litla samfélags. Núna stendur snotur kirkja, byggð úr
múrsteinum þar, sem hverfissalurinn stóð.
Sagan er þó nokkuð lengri, segir frá starfi Jóns sem Orðsins
þjóns hjá Indíánum í tuttugu og sjö ár. Menntun barna hans.
Sex þeirra útskrifuðust úr Biblíuskóla. Jonni litli hefur verið i
þjónustu Drottins í mörg ár. Fjórar systurnar, þar með sú, er
segir þessa sögu, giftust safnaðahirðum. Ein systirin hafði
starfað sem kristniboði í Mið-Afríku í sex ár, er saga þessi var
rituð.
Frásögn þessi er tekin úr ‘ Sverði Drottins*, en þar úr Moody
Monthly.
Fær ekkert svar þín hjartans bænin heita,
þitt hróp til Guðs í þessi mörgu ár?
Er trú á þrotum? Vonin fljótt á förum?
Og fmnst þér til einskis brennheit tár?
Þótt svarið dragist, svara Guð mun þér
á sínum tíma og stað, sem hentast er.
(S.G.J.)