Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 93
norðurljósið
93
Sagan hennar
Lísu
»Eg fyrirverð mig
ekki<(
Dag nokkurn tilkynnti kennarinn okkur, sem vorum í 9. bekk: í
dag eigið þið að gera ritgerð um þann sess, er Lenin skipar í
hjörtum ykkar. Þið eigið að rita um það, sem Lenin gjörði fyrir
allt fólk í heiminum. Þið eigið að skrifa um, hvað hann hefur
gjört fyrir fjölskyldur ykkar. Auðvitað skrifið þið, að Lenin
skipi seðsta sessinn í hjörtum ykkar og að þið elskið hann mjög
ntikið.
Allir fóru að skrifa. Það var svo hljóttí skólastofunni. Egbað
1 hljóði: Ó, Guð, hjálpaðu mér. Hvað á ég að gjöra? Aðeins þú,
Örottinn Jesús, ert í hjarta mínu, ekki Lenin. Ef ég skrifa
hreinskilnislega um þetta, munu mæta mér mörg vandamál.
Hvað á ég að gjöra, Drottinn Jesús? Þá mundi ég eftir
Rómverjabréfinu, 1. 16.: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar-
erindið“.
Nemendurnir flestir höfðu lokið sinni ritgerð, þegar ég
hyrjaði að rita: Lenin var leiðtoginn, er stjórnarbyltingin hófst í
Rússlandi 1917. Hann er frægur maður. En hann er aðeins
^naður, ekki Guð. Ég elska Jesúm; hjarta mitt tilheyrir honum,
svo að ekkert rúm er í hjarta minu handa Lenin ... Þá skrifaði
e8 um, hvað Jesús hafði gjört fyrir mig, hvernig hanngaflífsitt
fyrir syndir mínar og gerði mig hamingjusama.
Kennslustundinni lauk. Kennaranum fékk ég ritgerð mína
°g fór úr stofunni. Næsta dag kallaði kennarinn mig að koma í
skrifstofu sína. Hún var bálreið.