Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 94
94
NORÐURLJÓSIÐ
Lísa, hvernig gastu verið svona ósvífin? Veistu, að þessa
ritgerð verð ég að senda KGB (rússnesku leynilögreglunni)?
Veistu það, að haldir þú áfram að hugsa á þennan hátt, færðu
aldrei að stunda nám við háskóla eða stofnun? Við erum mjög
góð við þig. Það væri hægt að reka þig úr skólanum fyrir þetta!
Farðu með þessa ritgerð heim og endurritaðu hana. Skrifa þú
um Lenin, ekki Jesúm Krist. Ef þú trúir á Guð, vertu þá þögul
um hann. Talaðu ekki við nokkurn um trú þína og skrifaðu
aldrei um hana. Trúðu í hljóði á Guð þinn. en skrifa þú í
ritgerðum þínum, að þú elskir Lenin. Hvernig getur þú elskað
einhvers konar Jesúm meira en Lenin? Þú ert ofstækis mann-
eskja! Endurskrifaðu ritgerðina tafarlaust!
Eg sagði hanni, að ég gæti það ekki. Eg elskaði Jesúm. Þess
vegna gæti ég ekki gert það, sem hún bað um.
I langan tíma talaði hún harðlega við mig. Hún setti út á
föður minn, George Vins, sem var fangi í fangabúðum í
Síberíu, af því að hann predikaði fagnaðarboðskapinn.
Fáum dögum síðar tilkynnti hún mér: Ritgerðina þína sendi
ég KGB. Framvegis mun ég senda allar ritgerðir þínar til
þeirra.
Kennararnir hinir í skólanum lásu líka ritgerð mína. Sumir
jafnvel lásu hana upphátt og ræddu um efni hennar við
nemendur sína.
Ég var svo glöð! Vegna ritgerðar minnar fékk margt fólk í
skólanum að heyra um Jesúm og kærleika minn til hans. Guð
varðveitti mig á dásamlegan hátt!
I sumum skólum eru börnin barin vegna þess, að þau trúa á
Drottin Jesúm Krist. Stundum eru þau tekin burtu frá
kristnum foreldrum sínum og látin í sérstök munaðarleysingja'
hæli til endur-menntunar. Þeim er bannað að sjá foreldra sína.
I apríl 1979 var faðir minn sendur í útlegð til Bandaríkjanna.
Fjölskyldunni var þá leyft að fara með honum. Nú á ég heima 1
Ameríku og er frjáls að því: að nema biblíuna. I ættlandi mínu
fara börnin í skóla guðleysingja. Á hverjum degi er þeim kennt,
að enginn Guð sé til.
Gjörið svo vel, að biðja, að börnin í ættlandi mínu alist upp
við: að þekkja og elska Drottin Jesúm. Biðjið um það, að Guð
varðveiti kristnu börnin og geri þau sterk.