Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 96
96
NORÐURLJÓSIÐ
heima í bændabyggð í Thornhill í Canada. Langt og brenn-
heitt þurrkasumar hafði alveg þurrkað upp brunninn á
bænum. Tveir synir bóndans urðu að sækja allt vatnið, sem
þurfti fyrir fólk og búpening. Voru það um 800 metrar aðra
leiðina. Var þetta mjög þreytandi verk.
Kvöld nokkurt er Anna að segja drengjunum frá þeim
merkilegu hlutum, sem Guð hafi gjört til að svara bænum
hennar. Þá spurði annar þeirra, sem Henry hét:
Anna, hvers vegna biður þú ekki Föður þinn að senda vatn í
þennan brunn, svo að við drengirnir þurfum ekki að vinna
svona mikið? Ég fór niður í hann í dag, og hann var alveg eins
þurr og gólfið.
Þessi beiðni, sem að hálfu leyti var spaug og að hálfu leyti
alvara, kom sem ákveðin áskorun til Önnu.
Um kvöldið bað hún eitthvað á þessa leið, í barnslegri trú:
Faðir, þú hefur heyrt það, sem Henry sagði við mig í kvöld. Ef
ég stend upp í námsflokknum og segi: „Guð minn mun
uppfylla sérhverja þörf yðar eftir auðlegð sinni, með dýrð í
Kristi Jesú“ (Filippíbr. 4. 19.), þá munu drengirnir ekki trúa
því, að ég segi satt, ef þú sendir ekki vatn í þennan þurra brunn.
Anna var leidd til að biðja, uns fullvissan kom, að bæn hennar
væri svarað.
Næsta morgun sá Henry, sér til mikillar furðu og
skemmtunar, að Anna var á leiðinni niður að tóma brunninum
með tvær fötur í höndunum. Hún festi fötuna við bandið a
brunnvindunni, og hleypti fötunni niður í brunninn, sem fáum
stundum áður hafði verið þurr eins og hart bein.
Nú, í staðinn fyrir smellinn, sem heyrst hefði fáum stundum
áður, kom gutlandi vatnshljóð, er fatan rakst á vatnið! Senn
voru báðar föturnar fullar á barma, og sigurglöð sneri Anna
heim með þær.
Areiðanlegar heimildir eru fyrir því, að brunnurinn hefur
aldrei síðan orðið þurr, hvorki vetur eða sumar.
(Þýtt úr ‘Úrklippu-bók‘ Viola Walden. En þangað komið úr
‘Rödd Nazareans. Stytt.)