Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 97
norðurljósið
97
r r
Frá Islandi til Isarels
eftir Þórð M. Jóhannesson.
Framhald frá síðasta árgangi (1982).
Þegar yfir var komið, skoðuðum við skóla og söngleikahöll.
Það vakti athygli okkar, að frá skólanum lágu göng niður í
jörðina. Væri árás gerð, gat fólkið flúið þar niður og eitthvað í
burtu. Sennilega er þessu þannig háttað með fleiri byggingar í
Israel. I þessari ferð fórum við að einhverju leyti um
Gólanhæðir. Síðan hefur deilan harðnað um þann stað. Víða
voru þar þá líka hermenn á verði. Við fórum svo norður með
vatninu. A leið okkar var Betsaída, borg þeirra Filippusar,
Andrésar og Péturs. Þar predikaði Jesús og gerði kraftaverk.
En þessar borgir virðast ekki hafa gefið nægilegan gaum orðum
Krists. í Matt 11. 20. -24.: Vei þér, Betsaída, . . . og þú,
Kapernaum . . .
I Kapernaum eru leifar af samkunduhúsinu, sem Jesús
Pfedikaði í og gerði kraftaverk. (Grunnurinn er að minnsta
kosti eftir.) Það, sem Jesús sagði um þennan stað, rættist
seinna. Þar eru og rústir af stjórnarsetrum Rómverja.
Hérna gerði Jesús mörg kraftaverk: Hér læknaði hann
tarna mann, sem látinn var síga niður um þakið til hans. (Matt.
8.) Hér reisti hann upp dóttur Jaírusar (Matt 9. 18. -26.),
l^knaði blóðsjúku konuna og manninn með visnaða hönd.
(Matt. 12. 9. -14.) En seinna kom svo dómurinn yfir staðinn.
Við fórum þá lengra norður með vatninu nálægt þeim stað,
Þar sem Jórdan fellur í það. Upptök sín á hún í Hermon, sem er
Slrævi þakið fjall. Frá því falla margir lækir í Jórdan. Þar er líka
mikill skógur. 1133. Sálminumstendur:,,Sjá, hversu fagurt og
Yndislegt það er, þegar bræður búa saman ... eins og Hermon-
dögg, er fellur niður á Síonfjöll, því að þar hefur Drottinn
Eoðið út blessun, lífi að eilífu“.
Næsta dag fórum við til Síkar, en þar er Jakobs-brunnurinn.
Eæði Gyðingum og kristnum mönnum kemur saman um það.
^lér var það, sem Jesús talaði við samversku konuna um lifandi