Norðurljósið - 01.01.1983, Page 98

Norðurljósið - 01.01.1983, Page 98
98 NORÐURLJÓSIÐ vatn, að þann, sem drykki það, mundi ekki þyrsta aftur. Þyrst vorum við líka mörg, því að heitur var dagurinn, og fengum að drekka. Vatnið var hreint, tært og svalandi. Lítinn mun fann ég á því og vatninu hér heima. Ekki er brunnur þessi smátt mannvirki. Hann er 27 metra djúpur og rúmir 2 m. í þvermál. Líka held ég, að nokkrir metrar séu niður að vatninu. Vatniðer halað upp með vindu. Nokkur drykkjaríláteru í kringum hann. Allir, sem vilja stansa til að borða, geta fengið vatn að drekka. Eins er því farið með lifandi vatnið, sem Jesús býður: „Hver, sem vill, hann komi og taki ókeypis lífsvatnið“. (Opinb. bók 22. 17.) Ekki eru allir jafnfúsir að taka á móti lífsvatninu, lífsins orði Jesú Krists. Það fékk ég að reyna í þessari ferð. Eins og ég gat um áður fórum við nokkuð snemma á morgnana í skoðunar- ferðirnar. Komum við ekki heim í gistihúsið fyrr en ákvöldin. Þurftum við þá að fá okkur að borða eða drekka á ýmsum veit- ingastöðum, en nóg er af þeim. Þá var það stundum fyrir dyrum úti, að ég reyndi að gefa smárit. Kom ég þá eitt sinn að borði. Þar sátu þrír ungir menn. Bauð ég þeim þá rit. Einn þeirra spurði mig, til hvers ég væri að gefa þessi rit? Sagði ég honum, að það væri í þeim tilgangi, að menn færu að trúa á Jesúm Krist. Virtist þá einn þeirra verða mjög æstur og mótfallinn því, og reyndi að hindra það, að ég gæfi hinum ritin. En einn þeirra, hinn yngsti, kom til mín á eftir og vildi þiggia ritin. Þar að auki spurði hann, hvort hann mætti ekki bjóða mér eitthvað, en ég var þá búinn að fá mér mat og drykk. Ritin voru á ensku, og sum voru á máli líku hebresku. Á þessum sama skoðunardegi komum við til Megiddó. Það er staður, sem mikið kemur við sögu fortíðar og framtíðar. Þar, á syðri hluta Jesreel-sléttunnar, lá vegurinn milli Egiftalands og Mesópótamíu. Hún hefur því frá upphafi verið hernaðarlega mikilvæg. Hún varð einhvern veginn táknmynd styrjalda. Biblían segir, að þar muni síðasta úrslita orrustan fara fram, síðasta heimsstyrjöld. „Og þeir söfnuðu þeim saman á stað, sem á hebresku kallast Harmagedon“. (Opinb. bók 16- 16.) Um 10 ára skeið hefur farið fram uppgröftur í Megiddo. Ekki færri en 20 rústir hafa fundist. Þær elstu eru frá 4000 f-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.