Norðurljósið - 01.01.1983, Side 102
102
NORÐURl.JÓSjj?
bænum sínum, líkt og sagt er í 103. sálmi: Lofa þú, Drottim
sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn.
Fæðingarkirkjan í Betlehem.
Við komum einnig þangað. Við þekkjum Betlehem einnig
frá gamla testamentinu. Þegar fyrst er minnst á hana, er það i
tengslum við dauða Rakelar. (1. Mós. 35. 19) Þar hittust þau
Rut og Bóas. Þar fæddist Davíð og var smurður til konungs af
Samúel. „Þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért hin minnsta meðal
ættkvíslar Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er verða mun hirðir
lýðs míns Israels“.
Jesús fæddist í Betlehem, og það gerir staðinn heilagan fyrir
kristna menn. Fæðingarkirkjan er hin elsta í landinu helga»
kannski hin elsta í öllum heimi. Árið 135 e. Kr. reyndi
Hadrianus keisari að vanvirða fæðingarhellinn með því: að
byggja þar heiðið musteri. En þetta fór gagnstætt því, sem
hann ætlaðist til. Fæðingarstaður Jesú var þar með ákveðinn
um alla framtíð.
Árið 300 lét Konstantín keisari fjarlægja Adonis-musterið-
Fæðingarhellirinn var fundinn. Keisarinn lét byggja rnikl3
kirkju þar, prýdda mosaík-myndum (tigla-myndum) og fleiru.
Kirkjan skemmdist að visu mikið, er Samverjar gerðu uppreisn
árið 529 gegn bízönskum yfirvöldum. En hún var endurbygg^
af Jústíanusi eins og hún var og er og við sjáum hana nú.
Árið 614 þegar Persarnir æddu yfír og eyðilögðu kirkjur og
klaustur, fékk hún þó að standa óskemmd. Það, sem hén
Persum frá að eyðileggja hana, var ein fögur mósaík-mynd ai
fæðingu Jesú og vitringunum þremur, klæddum í persneska
búninga. (Stuðst við bókina: Minnismerki og sögusagnir fra
Landinu helga.)
Fæðingar-hellirinn er undir gólfi kirkjunnar, og ligg)a
tröppur þangað niður. Silfurstjarna með latnesku letri markar
fæðingarstaðinn, áletruð: Hér fæddi María mey Jesúm Krist’)
Við skoðuðum sjúkrahús í ísrael, og var það mj°8
myndarlegt og til fyrirmyndar. I þinghúsið komum viðeinnig-
Þar var strangt eftirlit með þeim, sem fóru þar um. Og er þa°
von, því að alltaf eru nógir til að skemma og vinna
skemmdarverk í ísrael. Eru það einkum Arabar. Þarna vaf