Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 103
norðurljósið
103
margt að sjá fyrir þá, sem heimsækja þennan stað. Það er sagt,
að James Rothshield-fjölskyldan haíi hjálpað til með því að
leggja fram fé til að byggja. Hún var tekin til notkunar 1966.
Byggingin kostaði 7 miljónir dollara.
Þingmenn ísraels eru 120 að tölu. Kosningar eru frjálsar.
Kosninga-aldur er 18 ár.
Næst fórum við að skoða klettavígið Massada. Saga þess er
þannig, að þar fór fram sorgarleikurinn mesti í sögu þjóðar
Gyðinga.
40 árum fyrir Krist lét Heródes byggja það efst á toppi
Massada-fjallsins. En eftir fall Jerúsalem árið 70 e. Kr. tóku
nokkrir trúarleiðtogar Gyðinga sig saman um að fara til
Massada. Þar yfirunnu þeir og tóku til fanga rómversku her-
sveitina. Settust þeir síðan sjálfir að í víginu. Síðan komu fleiri,
sem flúið höfðu frá Jerúsalem, og héldu áfram frelsisbaráttu
sinni viðRómverja. Umárið 72 e. Kr. fór rómverski yfirherfor-
Jnginn til Massada klettavígisins. Loksins, eftir harða bardaga
°8 langt umsátur, tókst Rómverjum að brjótast gegnum
múrinn. En þegar foringi Gyðinga sá, að dró að leikslokum,
kallaði hann saman fólkið, karlmenn, konur og börn og flutti
sorglegt ávarp. Var það á þá leið, að betra væri að deyja en að
^alla í hendur Rómverjum. Svo voru valdir með hlutkesti tíu
menn til að aflífa fólkið og svo sjálfa sig á eftir.
Þegar Rómverjar að síðustu ruddust inn í vígið, mættu þeir
engri mótspyrnu, en fundu aðeins fjölda dauðra líkama. í stað
Þess að reka upp siguróp, eins og þeir voru vanir, undruðust
þeir þetta óvenjulega tiltæki Gyðinga og hugrekki. Þetta varð
þeim sem sagt sigur án heiðurs. Þeir höfðu haft geysimikið fyrir
þessu, orðið að byggja mikil hervirki umhverfis staðinn. Þeir
höfðu fjölda af Gyðingum, sem þeir höfðu gert að þrælum.
Höfðu þeir notað þá til að hlaða upp (hallandi S.G.J.)
larðhrygg, sem náði upp að virkinu. Síðan reistu þeir vígturn
(eða víghrút) þarna og slöngvuðu eldi og líklega stórum
steinum inn í vígið.
’f vasr konur höfðu falið sig einhvers staðar þarna með fimm
itú börn. Hjá þeim fengu Rómverjar að vita, hvernig þetta
hafði gengið til.
Svæðið á Massada fjallinu er 800 metra langt og tvö hundruð