Norðurljósið - 01.01.1983, Page 104

Norðurljósið - 01.01.1983, Page 104
104 NORÐURLJÓSIÐ metra breitt. Það var grafíð upp að hluta til af Yuigail Yadin prófessor árin 1963 - 1965. Sjálfboðaliðar margir, frá ýmsum löndum, tóku þátt í uppgreftrinum líka. Massada stendur enn í dag sem vitnisburður um baráttuþrek og hugrekki Gyðinga. Tíminn, sem við vorum í Israel, var nú að enda. Þá lögðum við af stað til Egiftalands. Við fórum í langferðabíl yfir Sínaí- skagann. Komum við sama dag til Kairó. Ekki var þar mjög ströng tollskoðun. Eg held líka, að þeir séu ekki eins tortryggnir og þeir í Israel. Við fórum til gistihúss. Gisting þar hafði verið pöntuð fyrirfram. Þrjá daga vorum við í Egiftalandi. Strax daginn eftir fórum við að skoða ýmis undur Egiftalands. Sama má segja um ána Níl eins og sagt var um Jórdan, að hún rennur sem nokkurs konar lífæð gegnum Egiftaland og líka í gegnum borgina Kairó. Mörg dýki og skurðir liggja úr fljótinu sjálfu út um landið til þess að veita vatninu á akra og lendur. i Sagt er, að nú sé minna um vatn í Níl, síðan rafveitustífla var sett í ána ofar, meðan allt var í lukkunnar velstandi á milh þeirra og Rússa. Svo var farið að skoða pýramídana. Þeir eru 130 - 140 m- háir. Byggðir eru þeir úr stórum steinum, sem eru víst mörg tonn á þyngd. Það er óþekkt tækni nú, sem þeirra tíma menn notuðu, er þeir voru gjörðir. Við skoðuðum einn slíkan pýramída, sem er í nánd við Kairó. Eg held mér sé óhætt að segja, að það er mesta mannvirki, sem ég hef séð. Göng lágu skáhalt upp í hann neðan að frá og upp í hann ofarlega, þó ekki alveg upp í topp. A sumum stöðum voru herbergi á leiðinni. Miðja pýramídans var merkt í einu herbergi nákvæmlega. Þetta sýndi gamall maður, sem leiðbeindi okkur. Eftir þetta fórum við að skoða í söfnum styttur af gömlum Faraóum og drottningum. Allt voru þetta furðuverk að list og stórfengleik. Þarna voru gullkistur, sem Faraóarnir voru lagðu í, þegar þeir dóu. Meira að segja var einn þeirra í sex gullkist- um. Var hann í hinni innstu. Skoðuð var stytta af Ramses 2- Einnig var þar stytta Hatshepsut drottningar, sem haldið er, að hafi alið Móse upp, og margt fleira. Kirkjur voru einnig heimsóttar. Ein þeirra var kirM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.