Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 107
NORÐURLJÓSIÐ
107
Viðtal við
Boga Pétursson
forstöðumann drengja-
heimilisins við Astjörn
í Keldukverfi.
Tekið haustið 1982
Mig langar að spyrja þig fyrst af öllu, hvar ertu fæddur?
Eg er fæddur á Eskifirði 3. febrúar 1925. Fyrstu 14 ár ævi
minnar dvaldi ég á Eskifirði.
Varstu trúaður sem barn, eða hvenær öðlast þú þér meðvitað
samband við Guð?
Það má nú ef til vill, segja það, að sem barn bæri ég virðingu
fyrir því, sem Guði heyrði til. Ég held, að það hafi nú, ef til vill,
alltaf blundað í mér trúhneigð frá barnæsku. Hins vegar er nú
lífið margslungið. Reynsla mín í trúarefnum verður eiginlega
ekki fyrr en ég er orðinn tvítugur, þá auðsýndi Guð mér þá
núklu náð, að ég fann Jesúm Krist sem persónulegan frelsara.
Það átti sér nú raunar stað hér á Akureyri.
Varð einhver sérstakur atburður til þess?
Það voru erfiðleikar á heimili mínu og raunar svo alvarlegir,
að við héldum að lítill bróðir minn, sem var tveggja ára, mundi
deyja. Út frá því fór ég að hugsa um Guð, og hvort hægt væri
fyrir mig: að biðja Guð að gefa honum heilsu. Þá fann ég
einmitt vanmátt minn. Mér fannst ég ekki vera hæfur til að
biðja, og mér fannst ég vera syndari frammi fyrir Guði. Ég vildi
nú ekki gefast upp, en hélt áfram að biðja. Tíminn leið. Bróðir
ntinn var mikið veikur, en einn daginn fór honum að batna.
Læknirinn, sem stundaði hann, var Jón heitinn Geirsson.
Hann sagði: Hér hefur gerst kraftaverk, því að þessi drengur
*tti að vera dáinn.