Norðurljósið - 01.01.1983, Side 108
108
NORÐURLJÓSIÐ
Ég man eftir því, að ég varð svo glaður þegar ég heyrði, að
læknirinn hafði sagt þetta. Þá vissi ég, að Guð hafði heyrt þessa
veiku bæn mína, þetta veika kvak. Þetta kvöld var ég glaður í
huga og þakklátur. Ég kraup í fyrsta skipti, tvítugur að aldri,
við rúmið mitt. Og ég minnist alltaf síðan þeirrar stundar, því
að þá gat ég aðeins sagt: Guð, þú hefur verið mér syndugum
líknsamur.
Þá gerðist eitthvað merkilegt í lífi mínu. Það hvarf synda-
byrðin. Allt í einu skein birta Jesú Krists í kringum mig ogsvo
sterk, að mér fannst ég Jesúm á krossinum. Mér fannst ég sjá
blóð hans renna og hvernig hann hreinsaði synd mína burt.
Jafnvel fannst mér allt í kringum mig vera hreinna. Mér fannst
himinninn vera ennþá dásamlegri en ég hafði gert mér í hugar-
lund. En það, sem var þó sterkast í huga mínum, var það, að ég
hafði lært, að fólk frelsast. Ég hugsaði: Nú, það er þá satt, sem
þetta fólk er að tala um, sem segist vera frelsað. Ég ákvað þá
strax, að ég skyldi segja frá þessu. En ég var nú ekki meiri karl-
maður en það, að það leið eitt ár, þangað til ég sagði frá því, sem
gerst hafði. Nú, það sem kom mér til að segja frá þessu, var það,
að mér fannst ábyrgðarhluti að segja ekki frá því: að þetta frelsi
mættu allir eiga. Þetta væri ekki aðeins fyrir mig, heldur alla
menn, sem vildu játa synd sína og koma til Jesú Krists. Síðan
má segja að trúarlíf mitt hafi haldið áfram. Auðvitað er ég
ófullkominn, en ég hefi fengið að reyna hve Guð er góður og
hversu mikil náð hans er við hvern þann er treystir honum.
Hvenær komst þú svo í samband við söfnuðinn á
Sjónarhæð?
Það varð nú sérstakt atvik til þess. Ég hafði verið að læra
ensku hjá Sæmundi. (Ég stundaði það nám nokkuð reglulega,
ég held í 5 vetur.) Einmitt þetta haust fór ég að sækja
samkomur. Mig langaði að vera alstaðar á samkomum eftir það
að ég kom til Krists, en ég hafði ekki komið á samkomu a
Sjónarhæð. Þá mætti ég Sæmundi seint að kvöldi, og við
spjölluðum saman eins og nemanda og kennara ber að gera. Eg
var búinn að kveðja hann. Þá sneri hann sér við og segir, að sig
hafí alltaf langað til að bjóða mér á samkomu. Ég varð glaður
við, því að þetta var það, sem mig í raun og veru vantaði. Eg
hafði einhvern veginn ekki kjark til að koma sjálfur. Þetta var