Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 112
112
NORÐURLJÓSIÐ
austur. Það er e.t.v. mesta ævintýrið, sem ég hefí lent í. Þegar
við vorum búnir að koma því upp á stóran vagn, vorum við níu
klukkutíma að koma því austur. A miðri leið stóðum við fastir á
Laxárbrúnni. Leit nú ekki glæsilega út: að sitja fastur með
stóran vagn og stórt hús og marga bíla blásandi fyrir aftan sig-
En þar sýndi Guð mikla náð, og hann sýndi okkur hvernig við
ættum að losa húsið. Við fundum leið, sem var fær.
Það var líka ævintýri: að standa austur í Kelduhverfi með
þetta stóra hús og ætla að ná því niður af vagninum, eins og við
höfðum hugsað okkur. Ekki leit það vel út. En þar sýndu menn
mikla snilli, og þar sýndi Guð líka náð sína við okkur, svo að
það tókst að ná þessu húsi niður án þess, að það skemmdist. En
alvarlegust var slysahættan, sem var gífurleg.
En húsið er komið á sína stólpa. Ég held, að þetta hljóti að
teljast stólpahús. Öllum, sem hafa búið í því, finnst gott þar að
búa. Ég held að margir muni njóta þess að vera þar. Við
nefnum þetta hús Laufskála, af því að það fellur svo vel inn í
þennan laufskrúðuga skóg, sem það stendur í.
Hvað dvöldu margir drengir þarna í sumar?
Það voru að jafnaði 82 drengir. En það er að breytast þannig-
að það dvelja ekki allir þarna í 2 mánuði. Meira er um, að þeif
skipti tímanum. (Sumir fara eftir mánuð og nýir koma.)
Hefur þú alltaf verið jafn áhugasamur, síðan þú byrjaðir a
þessu starfi, eða hefur áhuginn aukist?
Mér finnst hann hafa aukist. Mér finnst, að ræturnar verði
dýpri eftir því sem ég er lengur. Það er ekki hægt að segja annað
en það. Ástjarnarstarfið er 36 ára og ég hefi fylgt þessu að
meginhluta síðan og borið ábyrgðina í svo mörg ár. Þetta er eins
og með tré, ræturnar halda áfram að vaxa dýpra, annars dytt*
allt um koll og mundi deyja. Það hefur verið mér mikil gleði i
starfinu, að ég hefi séð árangur. I fyrsta lagi er það, að hæg*
hefur verið að byggja Ástjörn upp, húsakostur hefur aukist
gífurlega. í öðru lagi hefur Guð sent hjálp, sem hefur þurft-
Hann hefur sent starfsfólk úr öllum áttum, svo að segja °S
ólíklegustu. En dásamlegast er það, að þessi stóri hóput
drengja, sem hefur verið þarna, hefur verið mér mikil gleði-
Þeir hafa verið mér svo mikils virði.