Norðurljósið - 01.01.1983, Side 114
114
NORÐURLJÓSIÐ
eiginlega ekkert, hvað ég ætti að gera, eða hvernig ég ætti að
haga mér. Ég vissi aðeins það eitt: að ég ætlaði að verða þessum
mönnum til hjálpar.
Fórst þú einn í fyrsta skipti?
Já, ég var alveg einn. Raunar var það upphaflega hugsað
þannig hjá mér, að ég væri einn. En svo fannst mér, að það gæti
verið gott, að ég hefði einhvern, sem gæti sungið og spilað. Þá
datt mér strax vinur minn Ágúst Nílsson í hug. Hann kom og
virtist hafa mikinn áhuga og hefur verið mikil hjálp í þessu
starfi, með gítarinn sinn og sönginn. Ég hef sjálfur verið með
mandólínið. Svo höfum við spilað þá lélegu músik, sem við
getum framleitt. Fangarnir eru góðir áheyrendur. Þeir eru ekki
að gera grín að okkur þótt einhver mistök verði hjá okkur, eru
ekki að setja upp vandlætingarsvip. Þeir taka með þakklæti á
móti því litla, sem við getum gert. Raunar er það fastur liður á
dagskrá, að við lesum og biðjum. Okkur hefur fundist báðum
og það er ekki nein vitleysa, að þessir menn taki vel
heimsóknum okkar. Ég held ég þori að segja, að með hlýrri
handtökum, sem ég fæ, eru frá þessum mönnum. Ef einhverjir
þurfa á sérstakri andlegri hjálp að halda, þá eru það þeir, sem
þurfa að vera langdvölum inni. Geti nokkuð hjálpað slíkum
mönnum, þá er ég sannfærður um, að lestur í orði Guðs og bæn
er heilladrýgsta aðferðin fyrir þessa menn, er þeir þurfa aftur
að ganga út í lífið.
Já, þetta var fróðlegt. Þakka þér kærlega fyrir.
Þ.G.P.
Óvæntir endurfundir
Ungur orðsins þjónn hafði verið að þjóna þar, sem var gömul
kirkja. Eitt sinn hafði hún verið mikilfengleg bygging 1
auðugum hluta borgarinnar. Nú var þarna allt í hnignun og
kirkjan í slæmu ástandi. Eigi að síður voru þau, orðstns
þjónninn og kona hans, hrifin af kirkjunni og trúðu, að þaU
gætu endurvakið fyrrverandi mikilleik hennar.
Þau hjónin tóku við kirkjunni snemma í október 1948. Þegaf