Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 115
NORÐURLJÓSIÐ
115
í stað tóku þau til starfa, máluðu, endurbættu, og reyndu að
gera hana eins og hún var áður. Ætlunin var, að byggingin
skartaði sínu fegursta, er haldin væri guðsþjónusta á aðfanga-
dagskvöldi.
Aðeins tveimur dögum fyrir aðfangadag gerðist það, að
stormur og rigning fóru yfir héraðið. Varð þá regnvatnið um 3
sm. á dýpt. Þetta stóðst ekki þakið á gömlu kirkjunni. Gifsið
drakk í sig vatnið eins og það væri svampur. Það molnaði síðan
niður, og gapti þar gat á veggnum á bak við altarið.
Hnuggin störðu hjónin á afskræmdan vegginn. Viðgerð varð
ekki framkvæmd fyrir jólin. En ungu hjónin litu á þetta sem
yilja Guðs, og þau fóru að hreinsa ruslið á brott.
Æskulýðshópur safnaðarins hélt munasölu um kvöldið.
Hiður beygður Orðsins þjónn og kona hans sóttu hana
síðdegis. Meðal annarra hluta, sem boðnir voru upp, var
Samall borðdúkur. Hann var með kögri, sem bar lit gulls og
§amals fílabeins. Hirðirinn keypti þennan dúk fyrir 6 dollara
°8 50 sent. Skrautlegi dúkurinn skyldi vera á bak við altarið og
kylja gatið í veggnum.
Kvöldið fyrir jólin blönduðust snjóflyksur saman við þytinn
1 vindinum. Er safnaðarhirðinn lauk upp kirkjudyrunum, veitti
hann athygli konu, sem beið strætisvagns. Hann vissi, að
Vagninn kæmi þar ekki við fyrr en eftir hálfa stund að minnsta
kosti, svo að hann bauð henni að koma innfyrir og halda á sér
hita.
Hún sagðist ekki eiga heima þar í grenndinni. Það hafði
komið til tals, að hún fengi atvinnu þarna hjá auðugri
fjölskyldu í grenndinni. En af því að hún var landflótta kona,
Þótti enskan hennar ekki nógu góð. Hafði hún því ekki fengið
slöðuna.
Hún beygði höfuðið og fór að biðja. Hún sat á bekk nálega
aftast í kirkjunni. Hún gaf því engan gaum, er verið var að
engja dúkinn fyrir ljóta gatið, sem var á veggnum. Er konan
eit upp 0g sá dúkinn, þaut hún upp að altarinu.
Eg á hann! hrópaði hún. Þetta er veislu-dúkurinn minn!
Aköf sagði hím undrandi prestinum sögu hans og sýndi
°num jafnvel, að stafirnir hennar voru saumaðir í eitt hornið á
óúknum.