Norðurljósið - 01.01.1983, Side 116
116
norðurljósið
Hún sagði, að hún og maður hennar hefðu átt heima í Vín í
Austurríki. Aður en síðari heimsstyrjöldin hófst, höfðu þau
veitt Nazistum mótspvrnu. Þau ákváðu að flýja til Sviss. En
maður hennar sagði, að þau yrðu að flýja sitt í hvoru lagi. Fór
hún fyrst. Hún heyrði síðar, að hann hefði látið lífið í fanga-
búðum Nazista.
Saga hennar snart Orðsins þjóninn, og hann vildi endilega,
að hún tæki dúkinn. Hún hugsaði um það andartak, en sagði
síðan, að hún hefði ekkert með hann að gjöra lengur, og að hann
liti fallega út þar, sem hann hékk á bak við altarið. Þá kvaddi
hún og fór burt úr kirkjunni.
I kertaljósunum á aðfangadagskvöld sýndist dúkurinn
stórkostlega fagur. Það var sem blindandi birta væri frá yndis-
lega kögrinu, er flöktandi logar kertanna léku um það. Og
gullþræðirnir, sem ofnir voru í það, líktust ljóma morgungeisla,
er nýr dagur rennur upp.
Er safnaðarfólkið fór úr kirkjunni, mælti það hrósyrði við
Hirðinn og hafði orð á því, hve fallega kirkjan liti út.
Einn maður aldurhniginn tafði þó, og hann dáðist að
dúknum. Þetta er einkennilegt. Fyrir mörgum árum áttum við,
hjónin, svona dúk. Hún notaði hann aðeins við sérstökustu
tækifæri. En við áttum þá heima í Vínarborg.
Næturloftið var frostkalt, en það var ekki orsök þeirrar gæsa-
húðar, sem kom á Hirðinn. Svo rólega sem hann gat sagði hann
manninum frá konunni, sem komið hafði til hans síðdegis
daginn áður.
Getur það verið að hún sé lifandi? sagði aldraði maðurinn og
saup hveljur, en tárin streymdu niður kinnar hans. Hvernig get
ég fundið hana?
Hirðirinn mundi nafnið á fjölskyldunni, sem rætt hafði við
konuna. Hann símaði til hennar, en maðurinn stóð titrandi við
hlið hans, og fékk að vita, hvað konan hét og hvar hún átti
heima.
Hún átti heima hinum megin í borginni. í gamalli bifreið
Hirðisins óku þeir þangað. Saman knúðu þeir dyra þar’
sem hún átti heima. Er hún lauk upp dyrunum, varð Hirðirin11
sjónarvottur að grátfegnum endurfundum eiginmanns
konunnar hans.