Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 117
norðurljósið
117
Nú voru þau sameinuð aftur, sem aðskilin höfðu verið í
heilan tug ára.
Margir munu segja, að allt hafi þetta verið heppilegar
tilviljanir. En atvikin voru allt of mörg til þess, að tilviljanir
hafi verið þar að verki.
. . . Þetta var blátt áfram vilji Guðs. A margbreyttan hátt
vinnur hann að því, að vilji hans fái framgang. (Dálítið stytt.
hýtt úr „Sverði Drottins“. Endurprentað þar úr Grit.)
Rætt við Húsameistara þriðja ríkisins
Hann heitir Herra Albert Speer. Hann á heima í Þýskalandi,
hýr uppi á fjallstindi í Heidelberg. Safnaðarhirðir, Frederick
Grossmith ræddi við hann í febrúar 1981. Hann var hergagna-
ráðherra Hitlers, en húsameistari líka, sem sá um smíði á
mörgum fögrum byggingum.
Speer var uppáhalds ráðherra Hitlers, og var hann talinn
mesti framkvæmdamaður, sem Evrópa hafði þekkt.
Speer er nú (1981) 75 ára gamall. Honum var sleppt úr
Spandau fangelsinu fyrir 14 árum. Þá hafði hann setið inni í 20
ar fyrir stríðsglæpi. Segir nú Fred Crossmith frá:
Eg hitti hann heima hjá sér, á tindi Holy Mount (Heilagt
^|ah). Er ég fór að leita að þessum afvikna stað„ varð mér æ
Ijósara því hærra, sem ég komst, hvers vegna Guð hafði svo
^úkinn áhuga fyrir fjöllum.
Mér reyndist Herra Speer mjög viðfelldinn og
auðmjúkur maður.
Ern var hann eftir aldri og vitsmunalega vel vakandi. Var líkt
°§ Persónulegt segulmagn streymdi frá honum, sem krafðist
virðingar.
Er ég kom til Þýskalands, var mér sagt, að hann gæti verið á
óðru heimili sínu, sem er í Bæjaralandi. Hann var þar, en kom
akandi þaðan á 3 1/2 klt. til heimilis síns í Heidelberg.
Eað leit fyrst út fyrir, að ég yrði að fara til Bæjaralands. En ég