Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 118
118
NORÐURLJÓSIÐ
símaði til hans, og urðum við öll undrandi, er hann kom akandi
heim.
Hann ræddi með sannri ástúð um herprestinn sáluga, Henry
Gerecke, sem varanleg áhrif hafði á hann, meðan stríðsglæpa-
réttarhöldin fóru fram í Nurnberg.
Það virðist vera svo, að Raeder yfir-flotaforingi - en hann var
hákirkjumaður, hafi kvartað yfir því, að ekkert var skeytt urn
andlega velferð fanganna. Af því leiddi, að Henry Gerecke,
sem talaði þýsku reiprennandi, var skipaður herprestur til að
þjóna þeim, sem hafa verið nefndir.
Stcersti vöndull þorpara, sem heimurinn hefur þekkt.
Er hann kom þangað, velti Gerecke fyrir sér, hvers vegna hann
‘aðeins sveitadrengur‘ hafði verið kjörinn til þessa ægilega
starfs. Speer sagði mér sjálfur, að án hans hefði hann ekki lifað
af hræðilegt ár yfirheyrslnanna í Núrnberg. Svo furðuleg voru
guðleg áhrif þessa heilaga, guðrækna manns.
Nálægð þessa guðsmanns lét geisla frá sér andrúmslofti
samúðar, er jafnvel smaug í gegnum kuldalegan fjandskap
þann, er þessir æðstu Nasistar sýndu, er sóttir voru til saka,
sem giltu líf þeirra.
Besta leiðin til að lýsa Gerecke var sú, fannst Speer, að hann
‘væri maður með hlýtt hjarta, sem bæri umhyggju fyrir
öðrum‘.
I hópi annarra ákærðra var Dönitz yfirflotaforingi. Búin var
til kapella þannig, að tveir klefar voru gerðir að einum. A
borðinu stóð látlaus trékross.
Þetta var ekki þýðlegt umhverfi. Þarna var lítið orgel vegna
hljómlistar, og fangarnir sátu á trébekkjum. Þannig var
umhorfs þarna. En Gerecke flutti fagnaðarboð Jesú Krists-
Hörð hjörtu urðu snortin. Speer sagði mér: Hann var
einlægur og bláttáfram. Einarðleg framkoma hans vakti ekk1
óróa hjá okkur, því að við vissum allir, að hann vildi okkur vel-
Háttsettur foringi, í stormsveitum Himmlers, lék a
hljóðfærið.
Hann veitti síðar Kristi viðtöku sem frelsara síntitn•
Áður en Speer var í fangelsinu, hafði hann aldrei af frjálsur0