Norðurljósið - 01.01.1983, Page 119
NORÐURLJÓSIÐ
119
vilja verið í kirkju. Nú hlakkaði hann til sérhverrar samkomu, -
og sérstaklega til heimsókna hans í klefann til sín. Venjulega
voru þrjár samkomur á viku. Það er augljóst, að eitthvað
stórkostlegt átti sér stað, sem Speer getur enn ekki, til þessa
dags, gert sér fulla grein fyrir.
Er verið var að yfirheyra hann í Núrnberg, gerði hann
lögfræðingi sínum bylt við, er hann lýsti yfir, að hann mundi
við réttarhöldin lýsa yfir því, að hann tæki á sig fulla ábyrgð á
framkvæmdum þeirra laga, sem fyrirskipuðu þrælkunarvinnu.
Eðlilega hélt lögfræðingurinn, að örugglega kæmi þetta
honum á gálgann. En Speer hélt fast við áform sitt. Fyrir
réttinum lýsti hann yfír: Ég er sam-ábyrgur fyrir öllum
skipunum, sem ég fékk. Hann tók þannig sökina af þýsku
þjóðinni og bar hana sem einstaklingur ....
Svo að vikið sé að Gerecke aftur, þá var hann síðasti maður-
inn, sem talaði við Hermann Göring um sál hans. Hann var
drambsamur, þýskur leiðtogi. Einhvern veginn var það, að
hann langaði til að trúa, en átti erfitt með að veita því viðtöku,
að Kristur hefði verið guðdómlegur.
Gerecke var líka fyrsti maðurinn, sem kom til Görings, er
hann hafði tekið inn eitur. Á þessum fáu sekúndum, sem
Göring lifði eftir það, heyrðu men Gerecke hvísla ritningar-
°rðum í eyra hans ....
Ég held, að herra Speer sé Ný-Nasista hreyfingunni til
aðvörunar. Þeir ættu að læra þær lexíur, er mannkynssagan
kennir.
Þýtt úr The Flame. Loginn.
r
Otti við menn
Otti við menn er eitt af því, sem hindrar starfsfólk Guðs nú á
^ðgum. þess vegna er það okkur mikilvægt, að við losnum við
Það að hugsa um, hvað þessi eða hinn muni segja, en vinnum
heldur verk okkar frammi fyrir augliti Guðs.
(Tormod Vogen. Livets Gang.)