Norðurljósið - 01.01.1983, Page 120
120
NORÐURLJÓSIÐ
Tilraunaglasaböm og
legvatnskönnun
Hans Olav Tungesvik, læknir, ræðir hér um afleiðingar
tilraunaglasa aðferðar og legvatnskönnunar.
Skilningurinn á gildi þess: að vera maður, minnkar.
Aðeins hinir alheilbrigðu fá að lifa.
Skráð hefur Anne Gustavsen.
Tilraunaglasa-aðferðin, byrjar sem hjálp handa hjónum,
sem ekki geta eignast barn. Spurningin, sem hún vekur er
þessi: Hve mikið mega mennirnir skipta sér af sköpunar-
aðferðum Guðs? Hverjar eru þær afleiðingar, sem afskipti
þessi geta haft í för með sér?
Tilraunaglasa-aðferðin býður fram hjálp.
Hún gerir hjónum kleift, sem geta ekki eignast bam á
venjulegan hátt, að verða frjósöm og eignast börn. Það er unnt
að fá eggfrumur úr eggjastokkum konunnar og sæðisfrumur frá
manninum og láta þær mætast í tilraunaglasi. Þar á samruni
þeirra sér stað. Frjóvgaða eggið er svo flutt aftur inn í móðurlíf
konunnar og þroskast þar á eðlilegan hátt. Markmiðið er: að
hjálpa náttúrunni til, segir Tungesvik.
Hræðilegar afleiðingar.
Spurningin verður þá: Hve mikið má maðurinn grípa fram i
sköpunaraðferðir Guðs? Ennfremur verður að gefa gaum:
afleiðingum þeim, sem tilraunaglasa-aðferðin getur haft í för
með sér. Komist þessir möguleikar í hendur fólks, er getur ekki
stjórnað þeim á réttan hátt, t.d. stjórnar út frá ókristilegu
sjónarmiði á siðferði, þá gætu farið að gerast hlutir, sem
hræðilegir væru.
Hér eru sem sé þeir möguleikar fyrir hendi, að einmana
konur, sem óska eftir að eignast barn, geti fengið það. Einhvef
gefur sæði, og hvorki móðirin eða barnið veit, hver er faðirinn.