Norðurljósið - 01.01.1983, Page 122
122
NORÐURLJÓSIÐ
Legvatns-greiningin skipar fólki í flokka áður en það
fceðist.
Einmittt um þetta er barist nú í legvatns-greiningunni.
Með því að taka sýnishorn af legvatninu í 16.-18. viku
meðgöngutímans er hægt að sýna meðfædda, arfgenga
sjúkdóma, svo sem eins og fábjánahátt, mænuslit og að sýna
kynferði fóstursins og hvitblæði.
Markmiðið með þessu er að gera kleift, ef þessir arfgengu
eiginleikar eru fyrir hendi, að hjálpa til að foreldrar eignist
heilbrigð börn! Þetta hljómar fallega, en afleiðingarnar af þessu
eru þær, að farið er í manngreinarálit áður en barnið fæðist.
Hvernig litið er á manneskjuna verður þannig: Ertu
heilbrigður? Þá fær þú að lifa. Sértu gallaður, þá verður best,
bæði fyrir þig og foreldra þína, að þú fæðist ekki.
Sjúkir og fatlaðir eru tjónþegar mannfélagsins.
Hverjar eru þá afleiðingar slíks sjónarmiðs?
I fyrsta lagi verkar þetta á hina fötluðu sjálfa, þegar þeim er
þannig skipað í B flokk mannfélagsins. Álitið á þeim breytist
eftir nokkur ár. Næst verður það sem þrýstingur áforeldrana.
Hérlendis eru sem stendur gerðar 300 - 500 legvatns-
prófanir árlega. Og brátt verður það, að allar konur, sem eru á
aldrinum, svo sem 38 - 40 ára, munu fá opinbert tilboð um
rannsókn. Þeim konum, sem ekki vilja láta rannsaka sig, en
eignast vanskapað barn, mun þá líða sem fólki, er aðhafst hefur
einhverja vitleysu. Afleiðingarnar verða þær, að heilbrigð börn
og rétt sköpuð fá að lifa. Hinum verður varnað að fæðast.
Þetta er í beinni mótsögn við það, sem kristileg lífsskoðun
segir um mennina: að allir séu jafnir hafi sama manngildi, hvort
sem þeir eru heilbrigðir eða sjúkir, fæddir eða óbornir-
Legvatns-könnun get ég ekki varið, nema líf móður sé í haettu.
Það sýnir sig líka, að af hverjum 1000 fóstrum, sem þanmg
eru könnuð, deyja 20 af sjálfkrafa fósturláti. Þetta merkir, að
fjöldi fóstra verður að deyja, af því að foreldrarnir reyna að
forðast að eiga vansköpuð börn.
Nú er gefið í skyn, að fjölgað verði legvatns-könnunum. Þar
sem þær eru nú 300 - 500 árlega, þá hefur því verið slegið franb
að þær yrðu 5000 ár hvert. Ég er mjög á móti þessu. Ég viun