Norðurljósið - 01.01.1983, Page 123
NORÐURLJÓSIÐ
123
markvisst að því: að hefja sóknarstríð ástjórnmálasviðinu gegn
legvatns-rannsóknum. Um mánaðamótin mars/apríl legg ég
þetta fram í Stórþinginu.
Siðfræðin verður að vera þyngri á metunum en annað í
vandamáli þessu,segir Tungesvik að lokum í samtalinu við LG.
(Þýtt úr Livets Gang. Apríl 1982.)
Knúinn til að drekka banvænt eitur!
Furðuleg saga af björgun með kraftaverki.
Eftirfarandi saga er sönn. Nýlega barst hún út um frjálsa
heiminn. Kristilegi starfsmaðurinn sem varð fyrir þessu, sagði
frá því . . .
Guð svarar í samræmi við þörfina. Og í herbergi leynilög-
teglunnar, þá gat þörfin ekki verið brýnni. Líf sannkristins
manns var í voða. Skorað var á orð Guðs. Guð svaraði með
kraftaverki náðar. - L. Joe Bass.
í landi nokkru, sem kommúnistar ráða yfir, var
athafnasamur, sannkristinn starfsmaður. Hann var tekinn
höndum og settur í fangelsi. Skömmu eftir handtökuna var
farið með hann úr fangaklefanum. Leynilögreglan tók hann til
yfirheyrslu. Þar sá hann, að leynilögregluforingi og læknir sátu
við yfirheyrslu-borðið. Á því lá opin biblía. Fanganum kristna
var skipað að setjast niður. Þá byrjaði yfirheyrslan. Hann var
spurður: Trúir þú því, að þessibókséorð Guðs? Hannsvaraði:
Já.
Leynilögregluforinginn bað hann þá að lesa tiltekna grein.
Hún var 18. greinin í 16. kafla Markúsar guðspjalls. „Og þó að
Þeir drekki eitthvað bænvænt, þá mun það alls ekki saka þá“.
Trúir þú þessum orðum í biblíunni líka? spurði foringinn.
Kristni maðurinn svarað: Já.
Foringinn setti þá fullt glas á borðið og sagði til skýringar: í
Þessu glasi er kröftugt eitur. Sé bókin sönn, eins og þú
staðhæfir, þá mun það ekki skaða þig. Til að sýna þér, að við
erum ekki að leika okkur að þér, sjáðu þetta.