Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 124
124
NORÐURLJÓSIÐ
Foringinn kom inn með stóran hund og lét hundinn drekka
vökvann. Eftir fáein andartök lá hundurinn dauður á gólfinu.
Foringinn leit á kristna manninn og spurði: Vilt þú ennþá
staðhæfa, að þessi bók, sem þú kallar ‘Guðs orð‘, sé sönn?
Kristni maðurinn svaraði aftur: Já, hún er Guðs orð, hún er
sönn.
Jæja, drekktu þá allt úr glasinu! hrópaði foringinn, meðan
læknirinn horfír á.
Kristni maðurinn vissi þá, að þetta var mesta prófraunin.
Hann bað um leyfi til að biðja áður en hann drykki. Þeir veittu
leyfið. Hann kraup niður framan við borðið með glasið í
hendinni. Hann bað fyrir fjölskyldu sinni, að hún mætti
reynast staðföst. Hann bað fyrir kommúnista-foringjanum og
lækninum líka, að þeir mættu finna Guð og verða kristnir menn
Hann endaði síðan bæn sína á þessa leið: Drottinn, þú sérð,
hvernig þeir hafa skorað á þig. Ég er tilbúinn að deyja. En ég
trúi orði þínu, að ekkert muni koma fyrir mig. Ef þitt áform er
annað, þá er ég tilbúinn að mæta þér. Líf mitt er í höndurn
þínum eins og þú vilt. Verði þinn vilji.
Þá lyfti hann upp glasinu og renndi úr því til botns.
Kommúnistaforinginn og læknirinn urðu forviða. Þeir
höfðu ekki vænst þess, að hann gerði þetta, heldur léti bugast.
Þeir biðu eftir því, að hann hnigi niður eins og hundurinn. En
andartökin urðu að mínútum. Mínúturnar virtust vera
klukkustundir. Alger þögn ríkti í herberginu. Allir biðu hins
óumflýjanlega dauða.
Eftir nokkrar langar mínútur hreyfði læknirinn sig fyrstur.
Hann greip um úlnlið kristna mannsins, þreifaði á slagæðinni-
Hún var eðlileg.
Hann leitaði annarra einkenna. Hann fann þau ekki.
Furðu sína og undrun lét hann í ljós. Rannsókninni hélt
hann áfram. En hvergi gat hann fundið minnsta vott þess, að
skaði hefði hlotist af. Hann hneig að lokum niður í sæti sitt,
beið andartak. Síðan fór hann ofan í vasa sinn, tók upp Flokks-
skírteini sitt, reif það í tvennt og fleygði því á gólfið.
Hann seildist þá eftir biblíunni, hélt á henni og mælti: UpP
frá þessum degi vil ég einnig trúa þessari bók. Hún hlýtur að