Norðurljósið - 01.01.1983, Side 125
norðurljósið
125
vera sönn. Einnig ég er reiðubúinn að trúa þessum Kristi, sem
gjörði þetta frammi fyrir augum mínum . . .“
Einu sinni enn hafði orð Guðs varið heiður sinn.
(Þýtt úr The Flame. - Loginn maí - júní 1982.)
Einkabréf
»Frábcerar framkvcemdir“.
Vissulega er margt fallegt, sem hægt er að sjá og reyna, þegar
sumarið er. Og eftir því, sem mér skilst, hefur þú haft opin
augu og eyru, meðan þú varst í sumarleyfi þínu.
Þú nefndir nýja landvinninga, sem unnist hafa á sviðum
raftækni. Viðurkenni ég, að áhrifamikil er hún. Samt gæti mig
langað til að segja þér sérstaka sögu, sem mér fínnst þó ennþá
meiri áhrif hafa. Þá byrja ég hana þannig:
Það er staðreynd, að ég er kunnur uppgötvara, sem búið
hefur til merkilega vél. í stuttu máli sagt: Hún er stórkostlegt
^ueistaraverk. Starfsorka hennar er öfgafull, miðað við efnið,
sem knýr hana. Notar hún bensín eða olíu? Nei, það er of úrelt
°g fomfálegt nú. Hún er knúin með úrgangi. Er í henni innbyggt
kerfi, sem vinnur úr honum. Fer það af stað af sjálfu sér, þegar þörf
er á meiri orkugjafa. Sjálfkrafa bendir það á leiðina, sem liggur til
n*sta orkugjafa. Slyngt, er það ekki?
Stýringartæknin er stórkostlega hrífandi. Hún getur tekið
Sl8 á loft, hafið sig til flugs í allar þær áttir, sem æskilegar eru.
Hún getur flogið bæði á hliðinni og lóðrétt, sé þess þörf. Stefnu
Uia breyta nærri því eins hratt og deplað er augunum. Hring-
malið, þegar snúið er við, má kallast ekki neitt. í henni er
!nnbyggt jafnvægisstjórnkerfi, sem er myndað af tveimur
jafnvægis-lóðum nákvæmum, sem breyta sér eftir því, hvernig
alla-vinkillinn er.
Ekki máttu halda, að ég sé að ýkja, því að uppfynding þessi
Uur út sem fjarstæða.