Norðurljósið - 01.01.1983, Page 128
128
NORÐURLJÓSIÐ
samkoma, sem var meira helguð vegna nálægðar Drottins Jesú.
Aldrei mun ég gleyma þeim svip, sem var á andliti hennar, er
ég lauk upp augunum. O! hrópaði hún. Hann heldur mér við
hjarta sér. Ekki hafði ég áður heyrt, að þannig væri komist að
orði. En hún hélt áfram að endurtaka þau orð.
Eg hætti á það að fara heim. Er ég kom aftur um morguninn,
var maðurinn kominn, sem annast skyldi jarðarförina. Ein af
hinum stúlkunum kom til mín og sagði strax: Við óskuðum
þess allar, að þú hefðir verið hér, þegar María fór á brott. Hún
var svo hamingjusöm. Hún hélt áfram að segja: Hirðirinn góði
hefur fundið mig og heldur mér við hjarta sér. Raunverulega
reyndi hún að leggja arminn utan um hinn Osýnilega, og hún
sagði þýtt: Verið þið sælar og var farin.
Nokkrum árum síðar, er ég var í borg nokkurri og boðaði
fagnaðarerindið, kom ung kona til mín og spurði mig brosandi:
Þekkir þú mig ekki aftur? Er ég gat ekki sagt, að ég væri viss um
það, sagði hún: Eg er stúlkan, sem sagði þér frá brottför Maríu
þann morgun og hve sæl hún var með þessa nýfundnu gleði. En
það er annað, er mig langaði til að segja þér frá. Einu sinni eða
tvisvar hef ég byrjað á því: að skrifa þér söguna, en brostið kjark
til að ljúka við hana.
Jæja, sagði ég, hvernig er hún?
Jæja, morguninn, sem frelsarinn flutti Maríu heimáannarri
öxlinni, kom ég á hinni.
Þýtt úr The Peoples Magazine.
Laugardagur - sunnudagur
Kæra frú S.
Reykjavík.
Friður Guðs sé með þér.
. .. Þá er það tilvitnun þín í 2. Mósebók um hvíldardaginn. M^r
hefur verið sagt, eða ég lesið það, að meðalaldur Gyðinga,
þeir halda hvíldardaginn, sé sjö árum hærri en hinna, sem hvíla
sig ekki t.d. á sunnudögum.