Norðurljósið - 01.01.1983, Page 130
130
NORÐURLJÓSIÐ
Páll postuli þetta til lífernis kristinna manna og kenninganna:
Osýrð brauð hreinleikans og sannleikans.
Nú lesum við enn í 3. Mósebók, 23. kafla, 15. - 17. grein:
„Og þér skuluð telja frá næsta degi eftir hvíldardaginn, frá
þeim degi, er þér færið bundinið í veififóm - sjö vikur fullar
skulu það vera; til næsta dags eftir sjöunda daginn, hvíldar-
daginn, þá skuluð þér færa Drottni nýja matfórn. Frá
bústöðum yðar skuluð þér færa tvö brauð; skulu þau vera
gjörð úr tveimur tíundu pörtum úr efu af fínu mjöli; þau skulu
vera bökuð með súrdeigi. -
Hvað tákna þessi brauð? Fólkið, sem tók fyrst trú á Drottin
Jesúm Krist og tekur enn, tilheyrir aðeins tveimur flokkum:
fólki af kyni Israels og hinum flokknum, sem ritningin nefnir
heiðingja. Eldurinn, sem bakar þessi brauð, er kraftur heilags
Anda, sem einn getur gefið kristnum manni kraft til að sigrast a
syndugu líferni.
Þar sem Kristur reis upp frá dauðum daginn eftir hvíldar-
daginn, þá reis hann upp á fyrsta degi vikunnar. I fjörutíu daga
hafði hann látið þá (lærisveinana) sjá sig með mörgum, órækum
kennimerkjum. En 10 dögum síðar, er postulamir voru alhr
komnir saman á upprisudegi frelsarans, þá kom heilagur Andi
til að dvelja eilíflega hjá lærisveinum Drottins. Hann kom a
fyrsta degi vikunnar.
Mörgum árum síðar er Páll postuli staddur íTróas. Þákomu
lærisveinarnir saman til að brjótabrauðið í minningu Drottins-
Fyrsti dagur vikunnar er þá orðinn samkomudagur kristinna
manna.
í 1. Korintubréfí 16. kafla 2. grein fyrirskipar Páll, að fólk
taki frá heima hjá sér og safni í sjóð. Fyrsti dagurinn er þa
samkomudagur kristinna manna, úr því að þeir áttu að safna l
sjóðinn þeim degi.
Hér verður að spyrja: Ef kristnir menn áttu að halda
laugardaginn heilagan, hvers vegna héldu þeir þá mikilvægustu
samkomu sína á sunnudegi?
Hvað gerðu kristnir menn, sem lifðu á fyrstu þremur
öldunum eftir Krist? Þeir komu saman á sunnudegn
upprisudegi Krists, en ekki á hvíldardegi gamla sáttmálans vi
ísrael. Skulu hér birtir nokkrir vitnisburðir frá þeim tímuiu-