Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 132
132
NORÐURLJÓSIÐ
sínum“. Svo er skrifað í Bók hinna réttlátu. Þá staðnaði sólin á
miðjum himni og hraðaði sér ekki að ganga undir í nærfellt
heilan dag“.
Stjörnufræðingur nokkur athugaði þetta og fann, að jörðin
var þá orðin of sein um 23 stundir og 20. mínútur. En ádögum
Hiskía (2. Konungabók 20. 8. -11.) bættust 40 mínútur við.
Utkoman úr þessu er þá sú, að hvíldardagurinn
upprunalegi er sunnudagur nú. Þeir, sem halda
laugardaginn helgan sem hvíldardag, eru orðnir degi á eftir,
halda heilagan upprunalega föstudaginn.
Sæmundur G. Jóhannesson.
Andatrúin í ljósi
Biblíunnar
Eftir R. H. Jones.
Dómar Guðs á dögum lögmálsins.
1. Veistu, hvað Guð skipaði, að gert skyldi við miðil?
„Eigi skalt þú látagaldrakonu lífi halda“. 2. Mósebók 22. 18-
2. Veistu, að Guð bannaði allt, sem tengt var andatrú? 3.
Mós. 19. 26.
„Þér skuluð ekkert með blóði eta. Þér skuluð eigi fara með
spár né f)ölkynngi“.
3. Veistu, að þeir, sem fengust við andatrú, saurguðust af
öndunum? 3. Mós. 19. 31.
„Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi
frétta við þá, svo þér saurgist ekki af þeim; ég er Drottinn •
4. Veistu, að Guð bauð að lífláta þá, sem höfðu særingaranda
eða spásagnaranda?
„Og sá, er leitar til særingaranda og spásagnaranda til að taka
framhjá með þeim - gegn honum vil ég snúa augliti mínu og
uppræta hann úr þjóð sinni“. 3. Mós. 20. 6.