Norðurljósið - 01.01.1983, Side 133
norðurljósið
133
5. Veistu, að dauðarefsing, framkvæmd með grýtingu, var
dómur Guðs yfir þeim, sem höfðu særingar- eða spásagnar-
anda 3. Mós. 20. 27.
„Og hafi maður eða kona særingar eða spásagnaranda, þá
skulu þau líflátin verða; skal lemja þau grjóti til bana.
6. Veistu, að galdrar, spár, krystalla-lestur, lófalestur er
skylt andatrúnni og er jafn fordæmt og hún af Guði?
„Eigi skal nokkur fínnast hjá þér, er láti son sinn eða dótttur
ganga gegnum eldinn, eða sá, er fari með galdur, spár eða
fjölkynngi, eða töframaður, eða gjörningamaður eða særinga-
maður, eða spásagnamaður, eða sá, er leiti frétta af
framliðnum“. (5. Mósebók 18. 10., 11.)
7. Veistu, að Kanverjarnir, sem var tortýmt, voru drepnir
vegna þess, að þeir stunduðu galdra? (5. Mós. 18. 14.)
„Þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn
°g galdramenn, en þér hefur Drottinn, Guð þinn eigi leyft
slíkt“.
8. Veistu, að Sál, konungur Israels, þegar hann var
vandlætingasamur vegna Drottins, rak alla anda-miðla úr
landi?
jjOg Samúel var dáinn; og allur ísrael hafði syrgt hann og
larðað hann í Rama, hans eigin borg. En Sál hafði gert alla þá
menn landræka, er höfðu þjónustu-anda svo og alla spásagna
menn“. (1. Sam. 28. 3.)
9- Veistu, hvað Samúel sagði við Sál, er hann hafði óhlýðnast
skipun Drottins?
»Þrjóska er ekki betri en galdrasynd, og þvermóðska er ekki
betri en hjáguðadýrkun og húsgoð. Af því að þú hefur hafnað
skipun Drottins, þá hefur hann og hafnað þér og svipt þig
konungdómi“. (1. Sam. 15. 23.)
■ Veistu, að Sál leitaði sjálfur á fund miðils, er syndir hans
köfðu alveg rofið samband hans við Guð (1. Sam. 28., 6., 7.)
»Og Sál gekk til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði
°num ekki, hvorki í draumum, né með úrím, né fyrir milli-
gongu spámannanna . . Þá sagði Sál við þjóna sína: „Leitið
yfir mig að konu, sem hefur þjónustu-anda, svo að ég geti farið
hl hennar og leitað frétta hjá henni“.
1- Veistu, að Sál missti kórónu sína, og að hryggilegur