Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 134
134
NORÐURLJÓSIÐ
dauðdagi hans, átti sér stað vegna þess, að hann hafði átt við
andatrú?
„Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin,
sakir þess að hann varðveitti eigi boð Drottins, og einnig sakir
þess, að hann hafði gengið til frétta við vofu“. (1. Kron. 10. 13.)
12. Veistu, að ein hin versta synd Manasse, óguðlega
konungsins, var sú, að hann lét og sonu sína ganga
gegnum eldinn í Hinnomssonardal, fór með spár og fjöl-
kynngi og töfra og skipaði særingamenn (er særðu fram
andana) og spásagnamenn. Hann aðhafðist margt það, sem illt
var í augum Drottins til að egna hann til reiði“. (2. Kron.
33. 6.)
13. Veistu, hvers vegna Drottinn hafnaði Israel? Ein af þeim
ástæðum voru afskipti hans af andatrú? Jesaja 2. 6.: „Þú hefur
hafnað þjóð þinni ættmönnum Jakobs, því að þeir eru allir í
austurlenskum göldrum og spáförum, eins og Filistar og fylla
landið útlendum mönnum“.
14. Veistu, að það er móðgun við Guð: að leita frétta hjá
dauðum, þegar þúgetur gengiðtilfréttaviðhann? Jesaja8. 19.:
„Og ef þeir segja við yður: „Leitið frétta hjá þjónustu-
öndum og spásagnaröndum, sem hvískra og umla. - A ekki fólk
að leita frétta hjá Guði sínum? A að leita til hinna dauðu vegna
hinna lifandi?“
Aðvarartir Guðs nú á náðartímanum.
15. Veistu, að andatrúarmiðlar hafa í sér illa anda, eins og
þernan í Filippí, sem Páll rak út af spásagnaranda? Postula-
sagan 16. 16. -18.
„Og svo bar við, er vér vorum á leið til bænahaldsstaðarins,
að oss mætti þerna nokkur, sem hafði spásagnaranda og ávann
húsbændum sínum mikið fé með því að spá. Hún elti Pál og oss
og hrópaði og sagði: Menn þessir eru þjónar Guðs hins hæsta,
og boða þeir oss veg til hjálpræðis“. Og þetta gjörði hún marga
daga. En Páli féll það illa, og hann sneri sér við og sagði við
andann: „Eg býð þér í nafni Jesú Krists að fara út af henni“, og
hann fór út á samri stundu.
16. Veistu, að sannkristnir menn, eins og þeir, sem voru 1
Efesus, geta engan þátt tekið í myrkaverkum andatrúar? „Og