Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 135
NORÐURLJÓSIÐ
135
allmargir af þeim, er farið höfðu með kukl, báru bækurnar
saman og brenndu þær öllum ásjáandi, og þeir reiknuðu saman
verð þeirra og taldist það vera fímmtíu þúsundir silfur-
peninga“. (Post. 19. 19.)
17. Veistu: að andatrúin er eitt af verkum holdsins, en er ekki
af Anda Guðs?
„En holdsins verk eru augljós, og eru þau: Frillulífí,
óhreinleikur, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjand-
skapur, deilur, afbrýði, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokka-
dráttur, öfund, ofdrykkja, svall, og annað þessu líkt; og um það
segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt
gjöra, munu ekki erfa guðsríki”. (Galatabréfið 5. 19. -21.)
18. Veistu, að þeir, sem fást við andatrú, í hvaða mynd, sem er
(nema þeir hafí gert iðrun og látið af henni S.G.J.) eiga enga
hlutdeild í himnaríki: Úti gista hundarnir og töframennirnir,
og frillulífismennirnir, og manndrápararnir og skurðgoða-
dýrkendurnir og hver, sem elskar og iðkar lygi“. (Opinb. bók
22. 15.) (Lygi er hið sama sem táldrægni. Andarnir táldraga
fólkið S.G.J.)
„En fyrir hugdeiga, og vantrúaða, og viðurstyggilega, og
ntanndrápara og frillulífismenn og töframenn og skurðgoða-
óýrkendur og alla lygara - þeirra hlutur mun vera í dýkinu, sem
l°gar af eldi og brennisteini. Opinb. bók 21. 8.
20. Veistu, að sumar svonefndar anda-birtingar eru ekkert
annað en töfrabrögð snjalls sjónhverfingamanns? Þetta hefur
yorið sannað hvað eftir annað.
»Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast
°g berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af
sl®gum mönnum með vélabrögðum villunnar“. (Efesusbréfíð
4- 14.)
hetta hér ofanskráð eru AÐVARANIR FRÁ ORÐI
GUÐS. GÆTIÐ YÐAR! Sé því enginn gaumur gefinn hlýtst
af,því eilíft tjón.
LÁTTU orð guðs aðvara þig.
Lattu orð guðs frelsa þig.
»Eins mun ég láta mér vel líka að hrjá þáog láta yfir þá koma
Þaó, er þeir hræðast, af því að enginn gegndi, þegar ég kallaði,
°§ þeir heyrðu ekki, þegar ég talaði, heldur aðhöfðust það, sem