Norðurljósið - 01.01.1983, Page 136
136
NORÐURLJÓSIÐ
illt var í mínum augum, og höfðu mætur á því, sem mér
mislíkaði“. (Jesaja 66. 4.)
Jesús segir: „Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífíð. Enginn
kemur til Föðurins nema fyrir mig“. (Jóh. 14. 6.)
„Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða
hólpinn“. (Postulasagan 16. 31.)
„Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á
tréð, til þess að vér, dánir frá syndunum, skyldum lifa
réttlætinu. Fyrir hans benjar voruð þér læknaðir“. (1-
Pétursbréf, 2. 24.) (Þýtt S.G.J. úr Sverði Drottins.)
Syndara sagt til vegar
Fyrir þó nokkrum árum heimsótti ég mann, er komð hafði til
kirkjunnar. Er ég spurði hann, hvort ég ætti að taka biblíuna og
sýna honum, hvernig hann ætti að frelsast, svaraði hann: „Mig
langar ekki til að frelsast“. Eg vissi varla, hvernig ég ætti að
bregðast við þessu svari. En skyndilega datt mér í hug að segja:
„Má ég sýna þér frá biblíunni, hvernig þú átt aðfrelsast,ef þér
skyldi detta það í hug?“
„Það er í lagi, en mig langar ekki til að frelsast“.
Eg tók mér góðan tíma og kenndi honum vandlega, hvernig
hann ætti að frelsast. Þegar ég vissi, að hann hafði skilið það,
spurði ég: „Hvað mundir þú gera, ef þú skyldir einhvern tíma
vilja frelsast?“ Á augabragði gerði hann mér ljóst, hvernig ætti
að fara að því. Ég vissi þá, að hann hafði lært það. Áður en ég fór
bað ég með honum, og í bæninni sagði ég: „Drottinn, herra
veit, hvernig á að frelsast. Hann segir, að sig langi ekki til þess,
en þú getur breytt því. Viltu gjöra svo vel að leggja löngun i
hjarta hans til að treysta þér sem frelsara sínum?“
Ég heyrði, að maðurinn snökkti. Ég vissi, að Drottinn haíði
svarað bænum mínum. Ég hætti að biðja og spurði: „Herra X,
hefur Guð svarað bænum mínum? Vilt þú frelsast?“
„Já“, sagði hann, „ég vil frelsast“. Hann festi þá traust sitt a
Kristi og var skírður næsta sunnudag.
(Þýtt úr: Sverði Drottins. S.G.J-)