Norðurljósið - 01.01.1983, Page 138
138
NORÐURLJÓSIÐ
Nálgast óðum neiðartíð,
náð og miskunn virst þeim bjóða,
sem þó áður son þinn myrtu
saklausan og enskisvirtu.
Afkomenda Abrahams
ástvinar þíns minnst sem forðum.
Er þú bölvun Bíleams
blessunar lést verða að orðum.
Fyrirheita faðir minnstu,
fullkomna hin stærstu, hinstu.
Líði þína leiddu heim,
láttu þá í friði búa,
vertu skjól og skjöldur þeim,
skjótt til þín lát hjörtum snúa,
sýn þeim, að þinn sonur lifir,
send hann þeim að ríkja yfir.
„Hví geisa heiðingjarnir, og hví hyggja þjóðirnar á fánýt ráð?
Konungar jarðarinnar ganga fram, og höfðingjarnir beraráð
sín saman gegn Drottni og hans smurða . . .
Baskamir á Spáni
Það heyrist stundum í fréttum, að Baskarnir á Spáni hafi
framið eitthvert hryðjuverk.
Hverjir eru þessir Baskar?
Siðan í dagrenningu mannkynssögunnar, ef svo má segja>
hafa Baskar búið í Pyrenea-fjöllunum, en þau eru nyrst á Spáni
og syðst í Frakklandi. Þjóðin telur um hálfa þriðju milljón
manna. Af þeim tala ennþá 600.000 forna tungu þjóðar sinnar.
1000 árum fyrir Krist komu Fönikíumenn til Baskanna og
Karþagenar öldum seinna . . .