Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 140
140
NORÐURLJÓSIÐ
Hverjir erum við?
Mannlegt eðli sameinar líkamleg og andleg, náttúrleg og
yfirnáttúrleg sérkenni. Við hin líkamlegu, kynferðislegu og
andlegu sjónarmið verður að bæta, að mannlegar verur eru hið
eina í allri sköpuninni, sem gert er í Guðs mynd.
Vér getum þess vegna skapað, elskað, fullyrt og íhugað fortíð
vora og framtíð, látið orðin bera hugmyndir á milli, og greint að
gott og illt. Vér berum mynd Hans, er við getum tilbeðið. Þetta
gefur manninum innri tign framyfir dýrin. Það er ekki unnt að
skilja mannlegar verur þannig, að þær séu aðeins dýr, hversu
margbrotin, sem þau kunna að vera, því að í hjarta sínu eru
mennirnir trúræknar verur. (Þýtt úr Eternity.)
Taflan hans Móse
Flinders Petrie, frábær fornminjafræðingur, fann steintöflu
í brekku við Sínaí-fjall. Skriftin var ævaforn. Er loksins tókst að
lesa hana, var þetta letrað á hana:
Eg er sonur Hatshepsut eftirlitsmaður námuverkamanna á
Sinaí, yfirmaður musteris Mana Jahua á Sínaí. Þú, ó,
Hatshepsut varst góð við mig, hefur sett mig í musterið (eða
höllina). Heimild: Dead Men Tell Tales (Dauðir menn segja
frá) eftir dr. Harry Rimmer, doktor í guðfræði og vísindum.
Hinum megin á töflunni voru ritaðar leiðbeiningar um,
hvernig fínna mætti steintöflur, sem Móse hafði brotið í reiði
sinni. (2. Móse bók 32. 19.) En kennileiti öll eru nú svo breytf
að leit að þeim hefur engan árangur borið.
Pýramídinn mikli.
Sumum getur þótt gaman að vita, hvernig reistur var pýramíð'
inn mikli, sem er við Keops kenndur.
Heródótus, sagnfræðingur grískur, skýrir frá því, að þarna
unnu hópar manna, 10.000 í einu, 3 mánuði árlega. Gerðar