Norðurljósið - 01.01.1983, Side 141
NORÐURLJÓSIÐ
141
voru brekkur úr mold upp með pýramídanum, og steinum
rennt upp þær með vélum úr tré. Heimildarmaður sem áður
Harry Rimmer.
Gefðu Guði tíma.
Dr. Berry Jowett heitinn sagði, að hann var eitt sinn í hreinustu
vandræðum. Hann ráðfærði sig við vin sinn og spurði: Hvað
mundir þú gera, ef þú værir í mínum sporum?
Ég veit það ekki, Jowett. Hvenær þarft þú að taka þessa
ákvörðun?
A föstudag, svaraði Berry.
Þá mun Guð áreiðanlega sýna þér það þá.
Þetta rættist.' Á föstudeginum lá það ljóst fyrir, hvað hann
átti að gera.
Victoría Bretadrottning hafði sér til aðstoðar marga menn, er
voru skarpir stjórnvitringar. Einn, er var líklega snjallastur
þeirra allra, hefur skrásett: að honum var það afdráttarlaus
regla að hann tók aldrei ákvörðun, uns ekki varð komist hjá því,
að tekin væri nauðsynleg ákvörðun.
Gefðu Guði tíma. Þegar herskarar Faraós voru á hælum
Israels, var þjóðinni búin snögglega leið í gegnum hafíð.
Gefðu Guði tíma. Er lækurinn þornar upp, þá mun Elía
heyra leiðbeinandi rödd Guðs. (1. Konungabók, 17. kafli.)
(Eftir F. W. Boreholm. Þýtt úr Sverði Drottins.)
Bíð eftir Jesú, bið um hans náð,
blessunum Drottins leið þín mun stráð.
Treystu hans miskunn, bið þú og bíð.
Bíð eftir Jesú hagkvæmu tíð.
Bíð eftir Jesú, bíð enn um stund
bænrækin(n) kom þú oft á hans fund,
heyra mun Jesús hjarta þíns mál,
honum er yndi bíðandi sál.
(S.G.J.)