Norðurljósið - 01.01.1983, Side 142
142
NORÐURLJÓSIÐ
Heimsókn eins kristniboða
Hverju hún kom til leiðar.
Biblían færir mannkyninu blessun og velgjörðir. En aldrei get
ég íhugað það , án þess að mér komi í hug Shimmabuke, lítið
þorp. Eg kom þar sem stríðsfregna-ritari. Eg var alveg á hælum
okkar sigursælu herskörum, er þeir unnu sinn blóðuga sigur á
Okinawa. Þetta var lítið þorp. Aðeins fáir Okinawar áttu þar
heima. 30 árum áður hafði borið svo til, að amerískur kristni-
boði hafði stansað þar, er hann var á leið til Japan. Ekki hafði
hann stansað lengi, en þó nógu lengi til þess, að nokkrir höfðu
snúið sér til trúar. Biblíu skildi hann eftir hjá þeim og yfirgaf þá
svo.
Einn af þeim, sem sneru sér, var Shosei Kina og svo bróðir
hans Mojon. Frá þeim tíma, að kristniboðinn fór, höfðu þeir
ekki séð, nokkurn annan kristniboða. Ekki höfðu þeir heldur
haft samband við nokkurn annan kristinn hóp. En áþessum 30
árum hafði Shosei Kina og bróðir hans Mojon gjört biblíuna
lifandi á meðal þeirra. A meðan þeir þræddu veg sinn, er þeir
fóru yfir biblíuna, blaðsíður hennar, fundu þeir meiraen lifandi
frelsara, sem þeir gátu trúað á, sér til eilífs lífs. Þeir fundu líka
leiðbeiningar, sem kristinn söfnuður gat fylgt.
Þetta, sem þeir höfðu uppgötvað, brann í þeim. Þeir fóru að
kenna kristin sannindi, uns allir í Shimmabuke, karlmenn,
konur og börn, voru orðnir kristnir. Shosei Kina varð
stjórnandi þorpsins, en Mojon bróðir hans yfirkennari. I skóla
Mojons var biblían daglega lesin. Fyrirmæli hennar voru
Shosei Kina lög. Samkvæmt þeim stjórnaði hann þorpinu.
Bókin var þeirra bókmenntir, siðferðisboð. Hún var valdið,
sem skar úr því, hvernig leysa bæri vandamál lífsins. Fyrh
hennar áhrif var það, að allt, sem laut að heiðni, var fjarlæg1-
Þarna var komið kristilegt lýðræði, og það í sinni hreinustu
mynd. Japanir hernámu þessa eyju og margar aðrar. Þarna
höfðu þeir setulið. En lýðræðið þarna gátu þeir hvorki skiliðne
skaðað.