Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 148
148
NORÐURLJÓSIÐ
Heimsókn engilsins
Eftir Hartvig Storslett.
Hún átti sér stað fyrir sunnan Tromsö í Noregi, vorið 1903.
Þegar ég var drengur, sagði amma mín mér oftsinnis frá henni.
Þetta hreif drengslund mína. Mörgum sinnum bað ég hana að
segja mér frá henni. Hún festist í mér.
Fara verður ofurlítið aftur í tímann áður en sagan sjálf hefst.
Amma ólst ekki upp á sterktrúuðu heimili. En afa átti hún, sem
hafði sterk áhrif á hana. Hann var klæðskeri. Heiðarlegur
maður var hann, en strangur. Kom það skýrt í ljós, er kristin-
dómurinn átti hlut að máli. Og ákveðinn var hann, er
sannfæring hans um kristna trú var annars vegar. Ef til vill var
það vegna róttæks afturhvarfs hans.
Klæðskerinn var hljómlistarmaðurinn í sveit sinni. Og
íjörugt gekk dansinn er fiðluna lék hann. Það var á slíku kvöldi,
sem heilagur Andi kom í heimsókn á dansgólfið þar, sem
fíðluleikarinn lék. Hann sá í sýn, að gólfið opnaðist, og að
dansfólkið nálgaðist undirheiminn meir og meir. Þá rann það
allt í einu upp fyrir honum, að hann var að leiða fólkið til eilífrar
glötunar. Við sýnina brá honum svo, að hann mölvaði fíðluna
undir fótum sér og hrópaði til Guðs um, að sál hans yrði
frelsuð. Sagan segir, að margir þarna beygðu sig og frelsuðust
ásamt fiðluleikaranum. Langafí minn varð einn af fyrstu
‘Endurskírendunf, baptistunum, þar í sókninni. Sögunni
getum við nú haldið áfram, er inngangi þessum er lokið.
Veturinn sama kom sendiboði Guðs í sveitina. Amma hafði
um lengri tíma fundið, að hún ætti að snúa sér og þráð Guð.
Alvara og áhugi afans í sálnaveiði-starfinu fór nú að koma í ljós.
Sagt er, að hann sat, saumaði og vitnaði. Hvað gagnaði það: að
vera nýgift, eiga ástríkan og góðan mann, er sálarneyðin herti
tök sín? Er samkomunni lauk, var neyðin alveg yfirþyrmandi.
En stoltið hafði og sitt að segja. í stað þess að biðja um fyrirbæn
gekk amma út. Hún vildi ekki, að aðrir sæu sálarástand hennar,