Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
af stað. Guð þekkir sína og veit, hvað þrengir að. Hann gætir
þeirra sem augasteins síns, segir orð hans.
(Þýtt úr Livets Gang.) (S.G.J.)
Duglegur drengur
Franskt skip, sem var á heimleið frá Toulon og var á siglingu
með fram Bretagne-ströndinni þegar ægilegt rok skall á. Skip-
stjórinn var vel kunnungur þarna og gjörði allt, sem hann gat,
til að koma skipinu fjær landi. En árangur varð enginnaföllum
hans tilraunum. Kraftur vinds og öldu var svo mikill, að skipið
hrakti nær og nær ströndinni.
Káetu-drengurinn, Jakob, gjörði allt, sem hann gat, til að
hjálpa á þessari hættustund. Ahöfn skipsins geðjaðist vel að
þessum áhugamikla pilti. Og í hvert skipti, sem hann hvarf á
bak við segl, hélt hún, að hann væri dottinn útbyrðis. Ef alda
skolaðist yfir þilfarið, áleit hún, að hún hefði tekið hann með
sér. En alltaf var hann fljótur að koma fyrir sig fótum og sagði:
Ef mamma hefði vitað, hvað gekk á, þá hefði hún orðið ákaflega
hrædd.
Þrátt fyrir brosin hugsaði Jakob altaf til mömmu sinnar
góðu, sem átti heima í Le Havre og var með áhyggjur hennar
vegna. Hve glöð mundi hún hafa orðið, er hann gæfi henni
þessa tvo fimm franka peninga. Það var þessi von, sem
hughreysti hann, um ferðarlokin.
I heilan dag stóð orrustan. Vonleysi skipstjórans sást á svip
hans. Hræðilegur hnykkur og miklir brestir tjáðu örlög
skipsins. Það hafði rekist á sker. Ferðafólkið flýtti sér að krjúpa
niður og fara að biðja.
Báta út! hrópaði skipstjórinn. Skipverjar hlýddu því. En
hinn fyrsti var ekki fyrr kominn á sjóinn en hann var brotinn
sundur.
Það er ekki nema ein björgunarleið til handa okkur. Einhver
verður að synda með línu í land, binda hana utan um sig, °S
festa hana svo við klett á landi, en hafa hinn endan fastan upp11
siglutrénu.