Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 151
NORÐURLJÓSIÐ
151
Ómögulegt, sagði stýrimaður og benti á ströndina, háa
kletta. Sá, sem vill reyna þetta, verður án vafa kraminn í
sundur.
Allt í lagi, þá förumst við allir, sagði skipstjórinn með hljóm-
lausri rödd. Ahöfnin fór að verða óróleg. Hvað er um að vera
hér? spurði skipstjórinn. Maður leiddi Jakob fram á milli
hinna. Þessi snáði heldur, að hann geti synt í land með línuna.
Drengurinn gerði ekki annað en hringsnúa húfunni sinni á
milli handanna.
Fjarstæða! sagði skipstjórinn með beiskju í rómnum. Hann
er ekki fær um það.
En Jakob missti ekki kjarkinn svo auðveldlega. Skipstjóri,
bað hann ekki svo lítið smeykur. Fullorðinn mann getur skip-
stjórinn ekki látið fara. En lítill drengur eins og ég er ekki svo
þýðingarmikill. Bindið taugina utan um mig, og það skal ekki
verða svo langur tími, uns hún er orðin föst utan um einhvern
klett, ef ég kemst alla leið.
Getur hann synt? spurði skipstjórinn.
Eins og fiskur, svaraði einhver af áhöfninni.
Skipstjórinn hugsaði sig um, en hættan var svo mikil, að allt
varð að reyna. Jakob bjó sig undir þessa tilraun og sagði við
skipstjórann: Ég gæti auðvitað drukknað, en viljið þér þá ekki
gera eina bón mína?
Jú, drengur minn, sagði hann og sá strax eftir því, að hann
hafði gefið honum leyfi til að fara.
Þá vil ég biðja yður sagði Jakob um leið og hann var að leggja
af stað, að fá móður minni þetta, ef ég skyldi farast. Þetta voru
tveir silfurdalir, vafðir innan í klút. Ef ég skyldi farast, en
skipstjórinn bjargast. Hún er á bryggjunni í Le Havre. Og
segið henni, að ég hugsaði mikið um hana og litlu systkinin
mín.
Það skal ég gera drengur minn, ef þú ferst, en okkur verður
bjargað, þá skal hún ekki líða skort.
Eg skal gera allt, sem ég get og hann flýtti sér út að borð-
stokknum, þar sem allt var tilbúið undir brottför hans.
Nei, við getum ekki látið drenginn fara, sagði skipstjórinn og
flýtti sér út að borðstokknum, þar sem allt var tilbúið fyrir