Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 153
NORÐURLJÓSIÐ
153
heldur af því, að hann elskaði sauðina. Jóhannesar guðspjall 15.
13. og 10. 11.
(Þýtt úr Sunnudagsskúlin.)
Líttu upp!
Jón Wesley var einu sinni í fylgd með manni, sem kvartaði yfir
erfiðleikum. Þeir voru á gangi við steingirðingu. Oðrum megin
við hana gekk kýr og beit gras.
Geturðu sagt mér, spurði Wesley, hvers vegna kýrin lítur
yfir girðinguna?
Nei, sagði maðurinn þunglyndur.
Þá get ég sagt þér það, sagði Wesley. Hún gerir það af því, að
hún getur ekki séð í gegnum girðinguna. Þetta er einmitt það,
sem þú átt að gjöra með erfiðleika þína. Þú átt að sjá yfir þá.
Heimferðarleyfið
Frá því að ísraelsþjóðin var leidd í burtu úr Egiftalandi, var
henni mjög gjarht að hverfa frá Drottni, Guði sínum, og dýrka
skurðgoð. Jafnvel sjálfur Salómó konungur, vitrasti maður
veraldar og fræddur í lögmáli Guðs af Natan spámanni, hann
lét konur sínar tæla sig til skurðgoðadýrkunar. Þó urðu eftir
htlar leifar af Júda-ættkvisl, Gyðingum, sem hernumdar voru
°g fluttar til Babel. Þar var svo þjóðin í útlegð í 70 ár.
Þá komst til valda persneskur konungur, sem Kýrus hét.
Fegar á fyrsta ríkisári hans, gaf hann út svohljóðandi boðskap,
sem kemur hér ásamt inngangi hans:
Konungsbréfið.
2. Kronikubók endar á þessa leið:
A fyrsta rikisári Kýrusar Persakonungs blés Drottinn
Kýrusi Persakonungi því í brjóst - til þess að orð Drottins fyrir
^unn Jeremía rættust - að láta boð út ganga um allt ríki sitt, og
Það í konungsbréfi, svolátandi boðskap: Svo segir Kýrus