Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 154
154
NORÐURLJÓSIÐ
Persakonungur: Öll konungsríki jarðarinnar hefur Drottinn,
Guð himnanna, gefíð mér, og hann hefur skipað mér að reisa
sér musteri í Jerúsalem í Júda. Hver sá meðal yðar, sem
tilheyrir gjörvallri þjóð hans, með honum sé Drottinn, Guð
hans, og hann fari heim.
Myndin, sem fylgir hér með, sýnir þetta konungsbréf. Það
skýrir frá því, hvernig hann vann Babel án úthellingar blóðs, og
frá fyrirætlun hans: að algert trúfrelsi skyldi ríkja.
Tilbúinn nú!
Það eru ekki svo ýkjamörg ár, síðan skipstjóri nokkur, sem var á
gufuskipi, gekk eftir götu í borginni Liverpool. Hann var á leið
til skips. Sá hann þá lítinn dreng. Fátæklega var hann klæddur
og stóð fyrir utan matsöluhús.
Skipstjórinn lagði höndina hægt á herðar drengsins og
spurði: Hvað ert þú að gera hér, snáðinn minn? Feiminn leit
drengurinn upp og sagði: Ég stend héma bara og horfí á allt
þetta góða, sem þeir eta hér í borðstofunni.
Svo, sagði skipstjórinn. Nú er aðeins hálfur tími, þangað til
skipið mitt legggur af stað. - Hefðir þú verið í fallegum fötum,
andlitið hreint og hárið greitt, þá hefði ég farið með þig inn í
matsöluhúsið og gefið þár eitthvað að borða. Drengurinn leit
með viðkvæmni og kærleika á skipstjórann, greiddi hár sitt með