Norðurljósið - 01.01.1983, Page 156
156
NORÐURLJÓSIÐ
verið mér góður. En heyrðu, skipstjóri, ég verð að fara frá þér.
Eg fer þangað, sem Jesús er og mamma, O, skipstjóri, ég sé
elsku mömmu mína. Hún man eftir mér. Yndislega lítur hún
út. - Og ég sé englana líka. Yndislega syngja þeir. Já, skipstjóri,
ég fer nú til að vera hjá Jesú. O, skipstjóri, vilt þú ekki gefa Jesú
hjarta þitt. Mættu mér á himnum. Skipstjóri, Jesús elskar þig.
Vilt þú ekki láta hann frelsa þig og verða trúaður? Með titrandi
röddu svaraði skipstjórinn, hrærður mjög: Eg hef hugsað um
það, kæri litli drengur. En skipstjóri hvenær? spurði drengur-
inn aftur, hvenær verður þú tilbúinn? Viltu ekki láta Jesúm
frelsa þig? Með tárum, sem runnu niður kinnar hans, með
sundurkrömdu hjarta, gaf skipstjórinn Guði hjarta sitt og
afhenti Jesú sig. Eftir um það bil hálftíma komu einhverjir
skipverjar inn í káetu skipstjórans. Þeir fundu hann áknjánum
á bæn með handleggi drengsins um háls honum. - Drengurinn
var orðinn kaldur, og andi hans farinn aftur til Guðs, er gaf
hann. Hann hafði beðið og þrábeðið skipstjórann að láta frelsast
og unnið sigur. Hann var trúfast, lítið vitni um frelsarann til
hinstu stundar.
Skipstjórinn hætti staríi sínu sem skipstjóri, en fór að boða
fagnaðarerindið um náð Guðs handa glötuðum syndurum.
Hann sagði þá sögu drengsins litla, sem orðið hafði verkfærið í
höndum Guðs til að leiða sig til blessaða frelsarans.
Kæri lesandi, má ég spyrja þig einnar spurningar: Ert þú
trúaður? Þekkir þú Krist sem persónulegan frelsara þinn, af
því að hann hafi fyrirgefið þér allar þínar syndir? Sé það ekki,
þá bið ég þig að segja eins og drengurinn litli: Eg er tilbúin(n)
Nú. - Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð; sjá, nú er hjálpræðisdagur.
(2. Kor. 6. 2.) (Þýtt úr Sunnudagsskúlin, færeysku.)
Prinsessan og betlarinn
Viktoria prinsessa var ung. Yndi hennar var að leika sér að
brúðum. A það sér oft stað með smátelpur. Margar átti hún. Þó
var það ein brúða, sem hún vildi eignast. Brúðan stóð í búðar-
glugga þar í grennd. Hárið á henni var hrokkið, og hún var
bláeygð.