Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 158
158
NORÐURLJÓSIÐ
Konunglegi gjafarinn gaf hiðbesta, sem hún átti, af hreinum
kærleika.
Þannig gaf Guð dýrðarinnar það, sem best var í himninum,
fyrir það, sem auðvirðilegast var á jörðinni. „Því að svo elskaði
Guð heiminn, að hann gaf soninn eina, til þess að hver, sem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf‘. (Jóh. 3. 16. n.m.)
Kristur dó fyrir okkur „meðan við enn vorum syndarar“.
(Færeysk þýðing.)
Betlarinn rétti fram tóma hönd sína, tók á móti gjöfinni og
sagði: Þökk fyrir. Þannig getur fátækur, auvirðilegur og synd-
ugur maður frelsast. Sá, sem er mikill, ríkur og góður getur
frelsast, því að: „Allir hafa syndgað og náðargjöf Guðs er eilíft
líf í Kristi Jesú, Drottni vorum“. (Róm. 6. 23.)
Þýtt úr Sunnudagsskólin, Færeyskt rit. 1968.
Bradlaugh í vandræðum
Alkunni, enski (Guðs) afneitarinn Bradlaugh komst einu sinni
í kappræðu við gamlan prest. Bradlaugh heimtaði, að
presturinn svaraði einni spurningu hans með Já eða Nei.
Presturinn reisti sig og sagði mjög stillilega:
Mr. Bradlaugh, viljið þér leyfa mér að beina að yður einni
spurningu á líkan hátt, þannig, að þér svarið annaðhvort Já eða
Nei?
Auðvitað, sagði Bradlaugh.
Þá vil ég spyrja yður, hvort þér eruð hættur að berja konuna
yðar?
Þetta kom honum mjög óþægilega: Ef hann svaraði ‘já‘, þá
mundi það sanna, að hann áður hafði barið hana. En ef hann
svaraði ‘nei‘, þá mundi það sanna, að hann héldi áfram að gera
það.
Þýskt blað segir, að vindill sé tóbaksblöð saman vafrn meðeld í
öðrum endanum, en heimskingja á hinum.