Lögberg


Lögberg - 19.12.1946, Qupperneq 13

Lögberg - 19.12.1946, Qupperneq 13
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1946 13 illar hugraunar að hann gat ekki svarað þessari spurningu. Hafði lífið í rauninni nokkurn tilgang — innst inni? Var það nokkuð annað en stutt, tilgangslaus barátta fram til þess að dauðinn seti punkinn? Um skeið hallað- ist Tolstoy að þeirri bölsýnis- kenningu Sohopenhauers að lífið sé lind allra þjáninga, og að flest- ir menn hfi eingöngu af því, að þeir eigi ekki íþor til að fyrir- fara sér. Sjálfur hafði hann sjálfsmorð í huga á þessu tíma- bili. En hann kaus þó þegar á átti að herða, að gera eina til- raunina enn til þess að komast að tilgangi lífsins. Fyrst leitaði hann til vísinda- mannanna. Þar fékk hann að heyra flóknar og kaldranalegar skýringar og kenningar um upp- runa mannsins og þróun 'hans, en ekkert sem gaf svar við hinni brennandi spurningu “hver er tilgangur lífs míns?” Svo fór hann til prestanna. Þeir vissu ef til vill dálítið meira um málið, en voru svo flæktir í trúarsetningar og kreddiukenn- ingar að þeir gátu ekkí litið rétt- um augum á málið. Yfirstéttin, sem hann var sjálf- ur 'kominn af, gat ekki heldur svarað spurningunni og þá ekki fyr en hann kom til bændanna, sem hann fékk svarið. Þeir töl- uðu um hve fátæklegt væri að lifa fyrir sjálfan sig en hve blessunarríkt að lifa fyrir aðra og fyrir guð. En þarna notuðu þeir orð, sem Tolstoy ekki skildi. Guð, hvað er guð, hver er guð? Bændumir svöruðu: Lestu guð- spjöl'lin! Og þar þóttist Tolstoy finna svar við spurningunum, sem höfðu kvalið hann svo lengi. Nú sá hann kristindóminn í sinni upphaflegu mynd, án allra túlkana. Sérstaklega varð hann hrifinn af fjallræðunni. Þar voru engar óljósar líkingar eða tvíræð orð. Læsi maður orðin | I MWEt(*c««ftcHKteic*Hctttcte«(<c««««tctctac«««tc«4c«c«Pcteie«tctt<c*c4Kic<c«c«c«tc<c£ Canadian Western Box COMPANY, LIMITED Wooden Box Manufacturers and Producers of WOODEX INSULATION Óska íslenzkum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og jarsœls nýárs. LOUIS HATSKIN, Pres. SÍMI 201 185-86 835 Marion Street, St. Boniface = tf'at»at»9>ata)ðtSí3>9»t3)9>9»3)3)3i9t3)S)a)ai9)3ia)»ac3)a)9>s>9t9i9>a>9)a>ags>at3i»»iS)k9tata>a«ai9i «etctctctetctctetctetetctetctetctctctetctetctctcieteteteietct«tctctetetcteietetctetetet«te««tetctctetg<SS I Innilegustu jóla- og nýársóskir til allra íslenzkra viðskiftamanna og velunnara, S með þökk fyrir sýnda tiRrú á liðnum árum. I I INDEPENDENT FISH CO. LTD. 941 Sherbrook Street, Winnipeg SÍMI 22 331 tctctctctctctctctctctetctctctetetctetetctetctctctctctctctctctctetcictctetctctctctctctctctctctctctctctc** COMPLIMENTS OF . . . Jubilee Coal Co, Ltd. i ■ s? 5 CORYDON and OSBORNE W I N N I P E G a4. jS. OfUAÚUý, MaMCUje/l eins og þau voru skrifuð var ekki meininguna um að villast. Tolstoy lét sér ekki nægja neinn yfirborðslestur. Hann tók sig til og lærði bæði grísku og hebresku til þess að geta lesið biblíuna á frummálunum. Og svo skar hann þvers gegnum all- ar túlkanir og þýðingarvillur inn að þessum fimm auðskildu boð- orðum: 1) þú mátt eikki reiðast bróður þínum, 2) þú mátt alls ekki skilja við konu þína, 3) þú mátt aldrei sverja eið, 4) þú mátt ekki spyrna á móti því illa, og 5) þú átt að elska óvini þína, einnig þó að þeir séu ekki af þínu þjóðerni. Það var aðallega 4. boðorðið, sem brendi sig inn í huga Tol- stoys. Loks hafði hann fundið sannleikann, sem hann var að leita að, svarið við spurningunni, sem aldrei hafði látið hann í friði, jafnvel þó að honum tæk- ist að þagga hana í bili. En svo var hitt eftir: að leiða aðra í þann sannleika, sem hann hafði fundið. Ætti honum að takast það varð hann að sýna í verki sannindi þessa sannleika, siem hann boðaði. Hann varð að sanna að það væri mögulegt að lifa eftir bókstaf biblíunnar. Og fyrir þetta fórnaði hann sér öll síðustu árin. Tolstoy fylgdi kenningum sín- um með svo mikilli rökfestu og samræmi, að ekki varð komist hjá árekstrum. Sá mesti og síð- asti kom eftir fund, sem hann hélt með fátæklingum í Moskva. Hann varð svo gripinn af eymd þeirra, að hann taldi það synd, að hann sæti uppi með stórbú sitt á Jasnaja Poljana og lifði í alls- nægtum, en hinir hefðu ekki málungi matar. En kona hans var því gersamlega andvíg að hann gæfi óðalið. Hugsanaferill þeirra var ekki í sama farvegi og sambúðin varð aldrei góð eftir þetta. Tolstoy flýði þrásinnis að heiman og flakkaði, en kom þó jafnan heim aftur. Yrið 1910 flýði hann í fjórða sinn og kom ekki aftur. Hann varð dauðveikur á leiðinni og var fiuttur á afskekta járnbraut- arstöð, Astapowo. Þar háði hann banastríðið. Dóttir hans, Alex- andra, sem jafnan var með hon- um á flóttanum, var hjá honum þegar hann skildí við. En konan hans stóð fyrir utan gluggann og grét; hún kom ekki inn fyr en hann hafði mist meðvitundina. Síðustu orð hans voru: “Sann- leikann . . . elska eg mikið . . . sannleikann ...” —Fálkinn. —Eg er enginn drengur, eg er stúllka innanundir. -f Ingi er nýbyrjaður í skólanum og þykir mjög gaman af öllu, sem kenslukonan segir þeim úr biblí- unni. Eitt sinn, er hann kemur leim, segir hann frá því að kenslukonan hafi sagt að Jesiús hafi flogið til himna, en hann muni koma aftur. Eftir 'litla umhugsun segir yngri bróðir hans: — Það verður gaman að sjá hvar hann lendir. -f Lýsing á helvíti— Guðbrandur biskuip Þorláks- son bað einn prest (séra Jón Bjarnarson í Presthólum?) að búa til svo mergjaða lýsingu á helvjti sem hann gæti, til við- vörunar og skelfingar þverbrotn- um lýð, og lofaði honum 10 döl- um fyrir, ef sér líkaði lýsingin. Prestur gerði það og átti lýsingin að hafa verið eitthvað á þessa æið: Djöfullinn situr í sæti sínu, en á milli hnjánna hefir hann afar stóran eld og pott mikinn yfir á hlóðum. Þessi umbúnað- ur er í djúpum dal, og er alt í kring lukt jöklum. Eldurinn er kyntur með sumu af sálum for- dæimdra, en flest af þeim er í pottinum og sjóða þær og vella eins og baunir í potti. Svo hefir djöfullinn stóra ausu og hrærir með henni í pottinum, en smám saman tekur hann ausuna fulla og lætur upp í sig og bryður og skirpir þeim síðan út á jökul- bungurnar í kring um sig. En óðara rísa þar óstæðir hvirfil- vindar, sem sópa öllum sálunum niður 'í pottinn aftur, Þetta gengur altaf að eilífu. -f Mistinguette hin fræga franska dansmær, er nú 75 ára gömul. í vor barst sú fregn að hún hefði trúlofast þrí- tugum hollenzkum málara. Nú hefir hún leiðrétt þetta í blöð- unum og segir þar: “Að vísu langar mig til að giftast, en eg hefi ekki enn fundið hinn rétta.” -f Hamingja— Hamingjusamasti maðurinn í allri Persíu er blafátækur bóndi, Ispahanau Pitsant að nafni. Og ástæðan er sú, að konan hans ól honum ffjórbura, fjórar fallegar telpur, nú fyrir skemstu. Hann er rúmlega sjötugur. -f Lítið dregur vesælan— Maður nokkur, 85 ára að aldri, var nýlega tekinn fastur í New York. Þegar íhann var spurður að því á hverju hann lifði, sagðist hann lifa á því að leigja inn- brotsverfcfæri sín, því að hann væri nú orðinn of gamall og stirður til þess að fást við inn- brotsþjófnaði sjálfur. jgtetctctetcteteieteietcteietctctctetctctctctctciw |HÁTÍÐAKVEÐJUR| til viðskiftavina vorra beautq £ j-bop Formerly St. Matthews HairdresstnC Lillian Eyolfson Herdis Madden 802 ELLICE AVENUE (Corner Arlington St.) » PHONE 36 731 MtatataiaiatatatataaiatatataraataiaiatataiSia) * »tetetetetctetetctetetctetetetetctetetctctctetetetetc!ctetetetctctctetetctctctetetctetetetetetctet«teteg | BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR TIL ÍSLENDINGA frá THE PRATT HARDWARE Household and General Hardware Portage at Arlington Phone 37 783 líStBtatatatatatataiatatataíaiatataíagatataiatataiatatatatatataiatatatatatatajataiRaiataiatatataiata etctctctctctctetctetetetctetcietetetetetetetctetetctctetetetcteteietctctctctctetctctctctctctctctetci Sinclair’s Tea Room Árnar öllum íslenzkum viðskiftavinum sínum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs. Sinclair’s Tea Room SELKIRK MANITOBA stataiataiataiaiataiaiaiaiaiAaiaiaiaiaiaiaiataiatataisiaiaiaiaiaiataiBtatataiatataiagaiataiaiatatata GAMAN OG ALVARA Mamma sagði Bjössa frá því, að það væri svo margir menn í Kína, að einn Kínverji dæi í hvert sinn sem maður dregur andann. Litlu seinna tók hún eftir því að Bjössi var orðinn úttútinn og helblár í framan. Hún hristi hann: —Hvað gengur að þér, Bjössi? —Eg stóð á öndinni, svo að Kínverjarnir skyldu ekki deyja. -f Lítil finsk stúlka átti að fara til Sviþjóðar og dveljast þar meðan á stríðinu stæði. Kvöldið áður en hún átti að leggja á stað, las hún kvöldfoænina sína eins og hún var vön, en segir síðan: —Og vertu nú sæll, góði guð, því að á morgun fer eg til Sví- þjóðar. Sigga litla, fjögra ára, kom í búð að kaupa sér sælgæti, hún var í samfestingu, og þess vegna var það eðlilegt þótt afgreiðslu- maðurinn spyrði: —Hvað ætlar þú að fá, dreng- ur minn? Sigga sneri upp á sig. tstctctctctctctctctctctetctetetetctetctctetetetete'ctetetetcteteieteieteietetctctctctctctctctctctctctctctcteteteteí The Staff and Management of Safeway Stores Limited Wish All Their lcelandic Friends and Customers A rUeA4f, Mewuf QU/UitmaÁ A tJÍcupfUf, G4tdt P^eifieAXUU N&ua IfeaA. We Have Appreciated Your Patronage in the Past and Will Be Pleased to Serve You in the Future. Safeway Stores Ltd. aiatatatatataiataiataiatatataiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiatatatataiaiaiaiaiatataiataiataiaiataiatatatataiataia)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.