Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953
Áburður látinn í ár og vötn, til
að auka fiskirækt í þeim
M.a. ráð gert að „bera á" Meðal-
fellsvaln
Talið meiri nauðsyn að bæta
lífsskilyrði fiskanna en að
efla klak
Á síðustu árum hafa menn
breytt um fiskræktaraðferðir er
lendis, þannig að í stað þess að
leggja aðaláherzluna á klak-
starfsemina, hefur nú v e r i ð
reynt að bæta lífsskilyrði fisk-
anna í ám og vötnum.
Er hér um að ræða allmikla
byltingu á sviði fiskræktar og í
síðasta hefti „Veiðimannsins"
skrifar Þór Guðjónsson veiði-
málastjóri ítarlega um þetta mál
Telur hann þar að samkvæmt
rannsóknum síðustu ára sé það
sýnt að náttúran sjái að jafnaði
ríkulega fyrir seiðum, en'vegna
erfiðra lífsskilyrða í ám og vötn-
um, nái aðeins lítið brot af seið-
unum fullum þroska, og sé þar
mest um að kenna átuskorti.
Nú er hægt að ráða bót á lífs-
skilyrðum fiskanna á ýmsa lund
m. a. að því að auka átu, fjölga
fylgsnum, stækka hrygningar-
stöðvar og greiða fyrir fiskför
um ár og vötn.
Mörg ráS tiltækileg
Ef árnar þykja ekki hafa æski
lega fjölbreytni í botnefnum, má
gera ýmsar úrbætur, m. a. að
skapa fjölbreytni í rennsli þeirra
með því að koma fyrir í þeim
mannvirkjum, sem ýmist herða
á straumnum eða draga úr hon-
um. Nokkrar helztu gerðir mann-
virkja, sem hægt er að koma fyr-
ir í ám í þessu skyni, eru stíflur,
garðar, hólmar og þakfylgsni.
Stundum getur og verið æskilegt
að flytja til steina í grýttum far-
vegi til þess að bæta skilyrði
fyrir fisk.
Nauðsynlegt er að gera ráð-
stafanir til þess að jafna vatns-
rennsli ánna, því að flóð og
vatnsþurrðir draga mjög úr
fæðuframleiðslu þeirra.
Nýmæli, s e m vakið hefur
mikla athygli, er það að bera á-
burð í ár og vötn til þess að
auka í þeim átu. Áburðurinn er
borinn í vötn til þess að auka
gróðanum en með auknum
gróðri batna lífsskilyrði fyrir
lægri dýr, og fiskfæðan eykst
með þeim afleiðingum, að fisk-
urinn vex örar og fleiri fiskar
komast upp. Bæði tilbúinn á-
burður og húsdýraáburður hef-
ur verið notaður í þessu skyni.
Enn eru þessi mál að meira eða
minna leyti á tilraunastigi og
hér úti á íslandi hafa ekki nein-
ar tilraunir verið gerðar enn í
þessa átt.
Þurfið þér að senda
peninga yfir
hafið?
• fljótt
• auðveldlega
• örugglega
Canadian
Pacific
EXPRESS
Erlendar greiðslur
Hvaða Canadian Pacific skrif.stofa, sem
er, sendir peninga fyrir yður til ættingja
eða viðskiptavina handan hafs. Fljðt
og ábyggileg afgreiðsla.
Meöalfellsvatn rannsakað
Undirbúningur að því líkum
tilraunum er þó hafinn hér
heima með ítarlegri undirstöðu-
rannsókn á Meðalfellsvatni í
Kjós. Þegar vitað verður ná-
kvæmlega um lífsskilyrði í vatn-
inu verður hægt að hefjast handa
um áburðartilraunir.
í Ameríku eru áburðartilraun-
irnar lengst á veg komnar, en
hér í álfu hafa einnig nokkrar
þjóðir hafizt handa um þær m. a.
standa slíkar tiiraunir yfir bæði
á írlandi og Skotlandi þessi árin.
Umbætur á stöðuvötnum eru
þær sömu sem í ám, bætt átu-
skilyrði, fjölgun fylgsna og
stækkun hrygningarstöðva. En
umbætur á vötnum eru mun erf-
iðari viðfangs, en á ánum, því
vandamálin eru þar flóknari og
það er fyrirhafnarmeira að finna
ágallana og bæta úr þeim.
Það, sem hér hefir verið gert
Víða um heim er unnið að um-
bótum á ám og vötnum, einkum
nú hin síðustu árin eftir að
mönnum varð ljóst um hið tak-
markaða gildi klaksins. Hér á Is-
izt vel, en hin síðarnefnda var
landi hefir síðustu árin verið
unnið að umbótum á nokkurum
ám og vötnum, sem miðað hafa
að því að auðvelda fiskgöngur,
gera veiðihylji og miðla vatni.
Hafa slíkar umbætur m. a. verið
gerðar í Elliðaánum, Laxá í
Kjós, Bugðu og Úlfarsá. Þá hafa
verið gerðar tvær rammbyggi-
legar stíflur í Úlfarsá við Hafra-
vatn og í Leirvogsá við Leirvogs-
vatn. Fyrrnefnda stíflan hefir
verið í notkun í nokkur ár og gef-
byggð s.l. sumar og hefir ekki.
verið notuð ennþá. Hér er stórt
spor stigið í rétta átt og þess að
vænta, að áfram verði haldið á
sömu braut því verkefnin eru
óþrjótandi. —VÍSIR
/poc
Qc=o
CONGRATU LATIONS I
to the lcelandic People on the
Occasion of the 64th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 3rd, 1953.
Enderton, Brydges and Waugh Ltd.
INSURANCE
222 Portage Avenue WINNIPEG
Telephone 92-8411 jj
-->n< ><•»< —~>o< >ocr__^>o<^rr>o<n^>o< ->o< 1 >o.
0
o
! GLENBORO HOTEL
"Home Away from Home"
☆
F. O. MALANCHUK, Proprietor
☆
Phone 183
U GLENBORO
0
O
CC-->n<-><•><"■ >rw- -tnt->r><->rw >n< >r>< ~>n<->OC
MANITOBA
30C=30C=>OCy
„Sú er grundvallarskoðun Liberalflokksins, að sérhver
mannvera, án tillits til lífsstöðu eða
kringumstæðna, eigi mikilvæga lífsköllun og það
ætti að vera megin tilgangur félagslegra og
pólitískra samiaka vorra, að stuðla að því að allir
borgarar landsins fái þannig þroskað persónuleika
sinn, að þeir fái notið sannrar lífshamingju."
RT. HON. LOUIS S. ST. LAURENT
Forsætisráðherra Canada
YflAR MIKLA
TŒKIFÆRA
LAND
Ekkert land hefir stígið fleiri risa-
skref síðastliðin fjögur ór en Cana-
da og ekkert land getur horfst í
augu við fraratíðina með frekara
trúnaðartrausti.
í þessu landi frelsis og gullinna
tækifæra, eiga allir canadískir
þegnar jafna hlutdeild í stefnu-
skráratriðum St. Laurent-stjórnar-
innar varðandi örugga framtíð.
Undir forustu St Laurent's hefir
grundvöllurinn verið lagður að mikl
um fjölda nýrra fyrirtækja, mark-
aðsskilyrði hafa fært út kvíar og at-
vinna aukist að mun. Og þessu til
viðbótar hefir stjórnin, með fullum
stuðningi canadísks almennings,
beitt sér fyrir um aukið öryggi sér-
hverrar fjölskyldu. Má þar til telja
fjölskyldustyrkinn, ellistyrkinn, at-
vinnuleysistryggingarnar og um-
bætur á vettvangi heilbrigðismál-
anna, en alt þetta lýtur að auknum
mannréttindum og virðingu fyrir
mannlegri göfgi.
Haldið því, sem þér hafið! Greiðið
atkvæði þeim flokknum, sem stuðl-
að hefir að því að gera Canada að
landi frelsis og gullinna tækifæra
þar sem þér og niðjar yðar njótið
velsældar.
ST. LAURENT
Miklum foringja
Fyrir voldugra Canada
Greiðið atkvæði Liberal
frambjóðanda í kjördæmi yðar