Lögberg - 30.07.1953, Side 22

Lögberg - 30.07.1953, Side 22
 22 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953 HVAÐ ER NIRVANA? Framhald af bls. 18 ing á Nirvana, því þar verður að sögn hver og einn að sjá með sínum eigin augum. ☆ Hér skal tilfærður kafli, þar sem Budda ræðir við nemanda sinn um villu þeirra manna, sem halda að þeir geti skilið Nirvana með rökfræðilegum heilabrotum og skynsemi án innri sjónar. Þá sagði Mahamati við Budda: — „Seg þú okkur, hvað Nirvana er.“ Budda svaraði: — „Orðið Nirvana er notað í mörgum mis- munandi merkingum af ólíkum mönnum. En þessu mmönnum má skipta í fjóra flokka: Menn, sem þjást eða óttast þjáninguna og leita Nirvana. Heimspekinga, sem reyna að skilgreina Nirvana. Vissa tegund lærisveina, sem hugsa um Nirvana í sambandi við sína eigin persónu. Og loks er til Nirvana hinna upplýstu. Þeir, sem þjást eða óttast þjáninguna, hugsa um Nirvana sem undankomu og endurgjald. Þeir ímynda sér að Nirvana sé dauði skynfæranna og þeirrar hugarstarfsemi, sem þau fóstra. Þeir vita ekki að heimsandinn og Nirvana er eitt, og að þessi veröld lífs og dauða og Nirvana er óaðskiljanlegt. Þessar fáfróðu sálir tala um mismunandi leiðir til frelsunar í stað þess að hug- leiða hið ótakmarkanlega eðli Nirvana. Þeir þekkja ekki eða skilja ekki kenningu Buddanna og halda sér fast við þá skoðun, að Nirvana sé utan hugarstarf- seminnar, og halda þannig áfram að hringsnúast með hjóli lífs og dauða. Hinar margvíslegu hugmyndir heimspekinganna um Nirvana eiga sér í raun og sannleika enga stoð í veruleikanum. — Sumir heimspekingar halda að Nirvana verði fundið þegar hug- arstarfseminni lýkur, vegna CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day atGimli, August 3rd, 1953. THOMAS P. HILLHOUSE, Q.C. SELKIRK MANITOBA Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 3. ágúst 1953. D. J. LINDAL FORD SALES AND SERVICE Garage Repairs to all Cars LUNDAR MANITOBA — MARSHALL-WELLS’ STORE N. K. McLEOD, owner ★ Complete Line of Hardware GLENBORO MANITOBA CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd7 1953. GEO. D. SIMPSON BOX COMPANY MAIN and PARTRIDGE WEST KILDONAN Phone 5-4339 þess að þau öfl sem byggja upp einstaklingseðlið og veröld þess eru numin burtu. — Eða að Nir- vana verði fundið ef menn af- neiti veröldinni og fallvaltleik hennar. Sumir halda að Nirvana sé ástand án allrar vitundar um fortíð og nútíð, líkt og þegar lampi þornar eða þegar sæti er brennt eða þegar loginn slokkn- ar vegna þess að eldsneytið þrýtur. Þetta er skýrt af heim- spekingunum sem hinn síðasti dauði hugsunarinnar. — En þetta er ekki Nirvana því Nirvana er ekki dauði eða tóm. Og heimspekingarnir halda á- fram að tala um frelsun, líkt og hún væri aðeins neikvæð. Þeir tala um vinda, sem hætta að blása, um menn, sem með sjálfs- tamningu hætta að greina milli þekkjandans og hins þekkta eða losa sig við hugmyndina um veruleika og hverfulleika, eða .kasta fyrir borð hugmyndum sínum um gott og illt, eða sigra girndir sínar með þekkingu. í þeirra augum er Nirvana frels- un. — Sumir, sem sjá þjáning- una í heimi formsins, óttast hugmyndina um form og leita hamingju í heimili formleys- unnar. — Sumir segja, að með því að kanna eðli einstaklinga og lífsins í heild sinni megi glögglega sjá að engin eyðing sé til og allt í tilverunni sé eilíft. Þessa eilífð kalla þeir Nirvana. Aðrir sjá eilífðina í samruna ein- staklingssálarinnar við heims- sálina. Enn aðrir skoða alla hluti sem kraftbirtingu þess guðdóms, sem allt snýr til að lokum. — Sumir halda, að til séu tvö upp- runaleg fyrirbrigði, frumefnið og frumandinn — og til þessara tengsla er sköpun allra hluta rakin. Sumir halda að heimurinn skapist af'lögmáli orsaka og af- leiðinga og enginn skapari sé nauðsynlegur. Aðrir halda, að guð skapi alla hluti að vild sinni. Með því að binda sig við allar þessar heimskulegu hugmyndir losna þeir aldrei af svefnmóki sínu, og þeir halda svo að þetta svefnmók sé Nirvana. Aðrir halda að Nirvana sé sá heimur, þar sem sjálf þeirra ræður ríkjum óhindrað af öðr- um sjálfum, líkt og marglitt stél páfuglsins, eða þúsund flata kristall, eða broddur þyrnis. Sumir halda að veran sé Nirv- ana. — Aðrir halda að ekki-veran sé Nirvana. Aðrir segja, að ekki sé rétt að greina á milli Nirvana Gjafir fril Betel Frá vinkonu í þakklátri minn- ingu um Ásdísi Hinrickson, $25.00. Víðir Ladies Aid, $25.00. Kvenfélag Frelsissafnaðar, Baldur, Man., í minningu um Mrs. Ingigerði Sveinson, $12.00. Kristín Gauti, Toronto, í minningu um Benedikt Jónas- son, $5.00. Mrs. Thora Laxdal, Mozart, Sask., í minningu um eiginmann sinn, Þorstein Sveinbjörn Lax- dal, $20.00. Mrs. J. I. Laxdal, Church- bridge, Sask., 65.75. Glenboro Lutheran Ladies Aid Memorial Wreath Fund í minn- ingu um Ingigerði Sveinsson, $5.00. Kvenfélagið Lilian, mjög fallega borðdiska og bolla fyrir 12 manns. Guðmundur Johnson, Betel, “Pecon Rolls” fyrir alla á heim- ilinu á afmæli hans. Mrs. Margrét Albertson, Husa- vick, blóðmör í kvöldmat fyrir alla á heimilinu. Lárus Nordal, smiður, Gimli, viðgerðir upp á $5.00. Mr. og Mrs. Guðjón Friðriks- son, Betel, ísrjóma fyrir alla á heimilinu á afmæli tveggja ára veru þeirra þar. Mr. og Mrs. Daníel Pétursson, skyr og rjóma fyrir heimiliðið á krýingardag drottningarinnar. Mr. og Mrs. Baldwinson, Baldwin Bakery, Winnipeg, einn sjúkrastóll. Miss Fríða Johnson, Toronto, Ont., ísrjóma fyrir alla á heimil- inu. ORÐSKVIÐIR Hversu miklu betra er að afla isér vizku en gulls og ákjósan- legra að afla sér hygginda en silfurs. . ☆ Braut hreinskilinna er að forð- ast illt; að varðveita sálu sína er að gæta breytni sinnar. ☆ Drambsemin er undanfari tor- tímingar og oflæti veit á fall. ☆ Betra er að vera lítillátur með auðmjúkum en að skipta her- fangi með dramblátum. ☆ Sá, sem gefur gætur að orðinu, hreppir hamingju, og sæll er sá, sem treystir á Jahve. Orðskviðlrnir 16. kap. CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. SARGENT FLORISTS 739 Sargenl Avenue WINNIPEG. Manitoba Phone 74-4885 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst, 1953. GIMLI THEATRE HARRY GREENBERG, eigandi og tilverunnar. Sumir halda að Nirvana birtist þegar allir hafa tileinkað sér hin tuttugu og fimm sannindi, eða þegar kóng- urinn tekur að ástunda hinar sex dyggðir. Og til eru trúmenn sem hyggja að Nirvana sé að komast til paradísar. öllum þessum hugmyndum er hafnað, því þær eru tilraun til að takmarka hið ótakmarkan- lega. Surningunni er ósvarað og hlið hins dýpsta leyndardóms lokuð. Indland, marz 1953 —Lesb. Mbl., 28. júlí CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. Roberts & Whyte Ltd. DRUGGISTS Sargent at Sherbrook, Winnipeg Phone 74-3353 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst, 1953. Langrill's Funeral Home W. F. Langrill Licensed by Department of Health and Public Welfare 345 Eveline St. Selkirk, Man. MINNUMST SAMEIGINLEGRA ERFÐA á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst, 1953. Notið HAPPY GIRL HVEITI í alla yðar bökun SOO LINE MILLS LIMITED Higgins og Sutherland WINNIPEG GLENBORO CONSUMERS CO-OP. Deálers in TRACTOR FUEL OIL AND GAS LUMBER SUPPLIES AND HARDWARE • Manager, M. C. COULING GLENBORO Phone 100 MANITOBA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst, 1953. SIGLUNES MOTORS Verzlar með CHEVROLET, PONTIAC, OLDSMOBILE OG BUICK-BIF- REIÐAR—CHEVROLET OG G.M.C.-FLUTNINGSBIFREIÐAR VÉLAPARTAR AF FULLKOMNUSTU GERÐ ASHERN. MANITOBA PHONE 30 I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.