Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 5
5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLI, 1953
manna á samkomu að lokinni
guðsþjónustu var dr. Björn Sig-
fússon háskólabókavörður.
☆
Minnisvarði Stephans G.
Stephanssonar á Arnarstapa var
afhjúpaður í dag að viðstöddu
fjölmenni. Ungmennafélögin í
Skagafirði létu reisa minnis-
merkið, en Ríkarður Jónsson
sagði fyrir um gerð þess.
☆
Félagið Norsk-islandsk sam-
band ákvað í fyrra að gefa Þjóð
minjasafninu 6 skíði, er sýna vel
þróun skíðagerðar í Noregi fram
á þennan dag. Formaður félags-
ins, Olav R. Bjercke, kom nýlega
til Reykjavíkur og tilkynnti
gjöfina formlega 1 hófi, sem
haldið var hjá nijrska sendi-
herranum hér á landi.
☆
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík safnar nú fé til
kirkjubyggingar og hyggst láta
hefja verkið, þegar er fjárfest-
ingarleyfi fæst. Lóð er fengin á
góðum stað og teikningar að
kirkjunni hefir Gísli Halldórs-
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga \ tilefni af 64.
þjóðminningardegi þeirra
ó Gimli, Man., 3. ógúst 1953
Fyrir tólf árum byrjaði Kristján (Chris) að
smíða báta og skip, og svo hefir skipasmíðastöð
hans vaxið, að á síðustu fjórum árum hefir
hann smíðað, að meðqltali, 20 báta og listiskip
á ári, sem eru með öllum nýjustu siglinga-
tækjum og hin vönduðustu að öllu leyti.
Riverton Boat Works
Kristjan Thorsteinson, eigandi
RIVERTON MANITOBA
son arkitekt gert. Kirkjan á að
rúma um 200 manns í sæti, og
áfast verður félagsheimili, sem
rúmar hundrað manns í sæti, og
verður rennihurð á milli þess
salar og kirkjunnar sjálfrar.
☆
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur Rauða kross íslands og var
þar greint frá því, að formaður-
inn, Scheving Thorsteinsson,
hefði gefið félaginu ábreiður og
kodda í 120 barnarúm. Rauði
krossinn á sumardvalarheimili
handa börnum að Laugarási í
Biskupstungum og er það skuld-
laus eign félagsins. Hollands-
söfnun Rauða krossins hafði
numið rúmlega 700.000 krónum.
☆
Reikningar Reykjavíkurbæjar
og fyrirtækja bæjarins fyrir árið
1952 voru nýlega lagðir fram.
Rekstrartekjur urðu á árinu 101
miljón króna, en útgjöld rúm-
lega 83 miljónir. Skuldlaus eign
bæjarsjóðs var í árslok um 204
miljónir króna.
☆
Fegrunarfélag Reykjavíkur
hefir ákvaðið að halda samkomu
í Tívolí í sambandi við afmæli
Reykjavíkurbæjar 18. ágúst n. k.
og verður þá valin fegursta
stúlka ársins í Reykjavík, eins
og venja hefir verið undanfarin
ár. Samkomur þessar hafa orðið
félaginu drjúg tekjulind, en fjár-
skortur háir mjög starfsemi þess.
Það vinnur nú að ýmsum fram-
kvæmdum til prýðis í bænum.
☆
Um síðastliðin áramót voru
liðin sex ár frá því að sett voru
lög um landnám, nýbyggðir og
endurbyggingar, og á þessu
tímabili bárust 355 umsóknir um
stofnun nýbýla og 220 hafa hafið
byggingarframkvæmdir og rækt-
un, og eru þá aðeins taldir þeir,
sem hafa annað hvort lokið við
íbúðarhús sín eða komið þeim
undir þak, en á flestum þessara
býla hefir einnig verið byggður
verðulegur hluti af peningshús-
um. Til þessara nýbýla hafa
verið greidd óafturkræf fram-
lög, sem nema nálega 2,4 miljón-
um króna, og lán til nýbýla og
endurbygginga á eyðijörðum
nema samtals rúmlega 7,5 milj-
ónum króna. I árslok 1952 voru
eyðijarðir hér á landi taldar 976,
eða um það bil 50 jörðum færri
en árið 1950. 28 aðiljar hafa
endurbyggt eyðijarðir síðustu
tvö árin með aðstoð frá nýbýla-
sjóði og að minnsta kosti 19 jarð-
ir aðrar hafa verið endurbyggð-
ar síðan 1950.
☆
Leikflokkur Þjóðleikhússins,
er sýnt hefir franska sjónleikinn
Topaz eftir Pagnol, kom til
Reykjavíkur á mánudaginn úr
ferðalagi um Norðurland og
Vestfirði. Flokkurinn hafði þá
haft 30 sýningar á 13 stöðum, og
alls staðar fyrir fullu húsi.
☆
Þeir Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður og Jón Steffensen
prófessor grófu nýlega í svo
nefndar Englendingadysjar við
Mannskaðahól á Höfðaströnd,
þar sem munnmæli segja að
dysjaðir hafi verið nokkrir tugir
Englendinga. Það kom í ljós, að
þarna höfðu engir menn verið
grafnir.
☆
Dr. Alexander Jóhannesson,
prófessor, rektor Háskóla ís-
lands átti 65 ára afmæli á mið-
vikudaginn. 1 því tilefni gáfu
samstarfsmenn hans og nemend-
ur út afmælisrit, og eru þar
greinar eftir 16 höfunda og 160
nöfn á heillaóskalista. — Sigurð-
ur Thoroddsen, fyrsti íslenzki
verkfræðingurinn, sem starfaði
hér á landi, átti níræðisafmæli á
fimmtudaginn. Hann var fyrst
landsverkfræðingur og síðan
bæjarverkfræðingur í Reykja-
vík.
• ☆
Dr. Páll ísólfsson er nýlega
kominn heim frá Svíþjóð og
Danmörku, en hann var fulltrúi
íslands á níundu kirkjusöngshá-
tíð Svía, sem haldin var í Gauta-
borg í júnílok. 1 þessari för lék
dr. Páll tónverk eftir íslenzka
höfunda fyrir sænska útvarpið
og danska útvarpið.
☆
Islandsmótið í frjálsum íþrótt-
um fer fram á Akureyri dagana
14. til 17. ágúst n.k. Unglings-
meistaramótið í frjálsum íþrótt-
um var háð í Reykjavík í gær og
í dag.
☆ (
1 fyrradag komu til Reykja-
víkur knattspyrnumenn úr
danska félaginu B-1903 í boði
Víkings og þreyttu þá um kvöld-
ið leik við úrval úr knattspyrnu-
félögunum í Reykjavík. Reyk-
víkingar sigruðu með tveimur
mörkum gegn einu.
Það er enginn munur á því,
hversu sykur er sætur, hvort
sem hann er framleiddur úr
sykurreyr, rófum eða korni. Þeg-
ar sykurinn hefir verið hreins-
aður eru efnasambönd hans ná-
kvæmlega þau sömu.
i
I Minnumst
l sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
| á Gimli, 3. ágúst 1953 j
I
; GIMLI HOTEL I
f j
GIMLI MANITOBA
s
TJmboðsmaður fyrir
X. J. CASE AKI RYRKJI VERKFÆRI
Sími 231
Riverion, Manitoba
! Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
3. ágúst 1953.
K. THORARINSON
KAUPMAÐUR
Your First Stop ... THE BAY
Here, you'll find shopping can be a pleasant experience.
You'll enjoy the comfort of our well-kept, spacious store
where o big happy family of employees is reody to serre
you courteously ond efficiently. We feature lorge as-
sortments and wide selections . . . items for you, your
family, your home . . . at prices you want to pay.
l)tti>*otteT5iig damponB.
INCORPORATEO 2 V MAY 1*70.
.. -'V.-.-..
\