Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 9

Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 9
Phone 74-1304 Gordon's Confectionery 741 SARGENT AVE. Modern Soda Fountain FILMS - NOVELTIES - SOFT DRINKS ' Phone 74-1304 Gordon's Confectionery \ 741 SARGENT AVE. Modern Soda Fountain FILMS - NOVELTIES - SOFT DRINKS Dr. Richard Beck, professor: Stephan G. Stephansson — ALDARMINNING — Fyrir rúmum áratug fór ég í þjóðræknis- og ræðuhaldaerind- um vestur á Kyrrahafsströnd,. og þar sem leið mín lá um íslenzku byggðirnar í Saskatchewanfylki, i Canada, notaði ég tækifærið til þess að koma jafnframt við í áslenzku byggðinni í Alberta- fylki, en þar var skáldið Stephan G. Stephansson bóndi lengstum ævinnar, eins og alkunnugt er. Œíafði mér lengi leikið hugur á því, að koma á þær ævistöðvar skáldsins, er mér, eins og fjöl- mörgum öðrum löndum hans, voru orðnar kunnar og kærar af kvæðum hans, og nú rættist sá draumur á fögrum sumardegi, Sem mér mun aldrei úr minni líða. Að sjálfsögðu kom ég á heimili iskáldsins, en þar voru þá enn með kyrrum kjörum bókasafn hans, skrifborð hans og stóll. Gerðist ég svo djarfur að setjast í stól hans við skrifborðið, og það var sem djúp helgikennd gripi hug minn, er ég settist þar; orðin frægu „Drag skó þína af fótum þér“ hljómuðu mér í eyr- um. Því að í þessum sessi hafði skáldið vafalaust oft setið, þegar hann á andvökunóttum orti ljóð sín, en eins og hann segir í einu bréfa sinna, voru kvæði hans „fæst fædd að degi til“, heldur eftir miðnætti. Hann hefði þess vegna með fullum sanni getað heimfært upp á sjálfan sig orð hins íslenzka skáldbróður síns um Sverri konung: „Andvaka var allt mitt líf.“ Úr þeirri Hliðskjálf Stephans skálds, þar sem ég nú sat, hafði hann séð „of heima alla“ og glímt djarflega við mestu vanda- (mál samtíðarinnar og dýpstu ráðgátur mannlegrar tilveru. Þetta varð mér að vonum ríkt í huga, meðan ég sat í skrifborðs- stól hans, og mér gaf sýn: Líf skáldsins, frumbyggjastríð og starf, rann mér fyrir sjónir eins og lifandi mynd á tjaldi. Ég sá hann í anda, 19 ára að aldri (1873), kveðja ættjarðar- strendur, og þar sem ég hafði Etaðið í sömu sporum, þó undir öðrum aðstæðum væri, gat ég vel gert mér í hugarlund, hvern- ig honum var innan brjósts þá skilnaðarstund. Sjálfur hefur hann lýst viðskilnaðinum við C?0<==>o<==>o<==DO<==>o<=>ocrr->o<rr->o<=7zr>o<—7>oc=ZDocrr3oerrDoc=r>oc=rr>ocr=DocrrDoc=r>^ ö 0 I CONGRATU LATIONS S u to the lcelandic People on the ? o 0 Occasion of the 64th Anniversary I of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. f THOR'S GIFT SHOP PHONE 185 SELKIRK, MAN. ^C=50 ^QCTDOCTDor—>o<rrr>o<=>oc=>Q<rr-^n<-->flrr>o<—>n<-->r»<->n<—->o<—=>ogrrr>og9 Conqraiulations . . . to the lcelandic Canadians on the occasion of their • 64th lcelandic Celebration. \ ☆ Our lcelandic citizens are noted for their strong civic pride and have played a very real part in the development of Canada. ☆ This announcement is sponsored by WESTERN PUBLISHERS L I M I T E D Publishers of "WINNIPEG AND WESTERN GROCER" also "WESTERN MOTOR TRANSPORTATION" Winnipeg Canada ''HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^ LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953 9 Dr. Richard Beck ættjörðina á þessa leið í drögum þeim til ævisögu sinnar, er birt voru í Andvara 1947: „Um nótt í þöku, sem nátt- sólin skein í gegnum, lögðum við út af Akureyri. Nokkrir kunningjar mínir ungir fylgdu mér á bát, sem þeir réru. Þeir báðu mig að koma á land með sér aftur, unz skipið létti akker- um, skyldu róa með mig fram í tíma. Ég lét tilleiðast, en kom foreldrum mínum fyrir í skipi áður. Ég beið í landi til síðustu ■stundar. Þeir efndu heit sitt. Sungu eitthvað, um leið og þeir ýttu frá, en einhverjir farþegar á þiljum svöruðu á sama hátt. Alla nóttina og næsta dag vakti ég á þiljum og leit til lands, en aldrei rauf þokuna, fyrr en að kveldi þriðja dags að blánaði fyrir öllu, sem þá var eftir af íslandi, tveimur eða þremur þúfum, sem hurfu hver af annarri.“ Á hugarvængjum fylgdi ég skáldinu í spor á höfuð dvalar- stöðvum hans vestan hafs. Ég sá hann nema land þrisvar sinn- um, fyrst í Shawano County í Wisconsin 1874, þessu næst í Garðarbyggð í Norður-Dakota 1880, og loks 1889 í grennd við Markerville í Albertabyggðinni, þar sem hann bjó til dauðadags, 11. ágúst 1927. Hörð brautryðj- endabarátta hans og annarra ís- lendinga í Vesturheimi, eins og ég hafði kynnzt henni af kvæð- um hans og annarra skálda vorra vestur þar, og eftir öðrum heim- ildum, varð mér ljóslifandi fyrir sjónum og rann mér til rifja; en jafnframt fylltist hugur minn metnaði yfir sigurvinningum ís- lenzkra landnema þeim megin hafsins, þó að mér væri full- ljóst, bversu dýru verði þeir sigrar voru keyptir. í þeim hugleiðingum gekk ég hljóður út úr heimahúsum. skáldsins og fylgdist með leið- sögumanni mínum um landar- eign Stephans. Hann var mér enn nálægur, eigi síður en meðan ég sat í skrifborðsstól hans, og er ég hugsaði um stritið þunga við að ryðja mörkina og brjóta landið til ræktunar, og um land- námsstríðið allt, sungu mér í huga þessar ljóðlínur hans, því að hér höfðu íslenzkar hendur verið að manndómsverki og bor- ið mefki ættstofnsins fram til sigurs: Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð. Og þegar ég á þeim fagra sumardegi gekk um landareign Stephans, blasti mér við sjónum í allri fegurð sinni fjölbreytt og svipmikið umhverfi það, sem skáldið hafði „lifað og hrærst í“ áratugum saman, með himin- háum Klettafjöllum í fjarlægð, er gnæfðu í hrikadýrð sinni, „sem risar á verði við sjóndeild- arhring.“" I samkomuræðu minni um kvöldið þar í byggðinni varð varð mér eðlilega tíðrætt um skáldið og tengsl hans við hana, sem lýsa sér svo fagurlega og eftirminnilega í kvæðum hans, og þá er ég líka kominn beint að skáldskap Stephans. En um- hugsunin um það merkilega og fágæta fyrirbrigði, hvernig þessi sjálmenntaði skagfirzki sveita- piltur sigraðist á hinum andvíg- ustu kjörum og gerðist eitt af CONGRATU LATIONS ^ to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. ★ TOWN OF S E L K I R K allra mestu skáldum íslenzku, þjóðarinnar og einn af svipmestu andans mönnum hennar, hélt lengi fyrir mér vöku, er ég seint um kvöldið gekk til hvílu á heimiíi annars merkislandnáms- manns íslenzks þar í byggð og hollvinar skáldsins. Ég hafði um daginn litið aug- um landareign skáldsins í bók- staflegri merkingu. í kvöld- kyrðinni hófst mér við sjónum víðlent og fjölskrúðugt landnám, hans í andans heimi, í ríki ís- lenzkra bókmennta, því að þar var hann sannarlegá mikili land- námsmaður eigi síður en í ný- byggðunum íslenzku vestan hafs. Ekki þarf lengi að blaða 1 bindunum sex af Andvökum. hans til þess að sannfærast um það, hver landnemi hann var „í hug og heimi.“ Og víðlendi skáld- skapar hans, auðlegð og dýpt, er enn dásamlegra, þegar í minni er borið, að ritstörf skáldsins eru unnin í hjáverkum, og um ann- að fram á næturvökum, sam- hhða þ'ungum og þreytandi dag- legum störfum til framfærslu stórri fjölskyldu. „Hann varð al- drei fjáður maður, en hann þótti atorkusamur og góður búþegn,“ Framhald á bls. 10 CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. THE FALCON CAFE MRS. POLINSKY, Proprietor MEALS AT ALL HOURS GOOD ICELANDIC COFFEE MAIN STREET GIMLI, MAN. WEILLER & WILLIAMS CO. LTD. UNION STOCK YARDS St. Boniface, Man. Vér grípum þetta tækifæri til að flytja hinum íslenzku viðskiptamönnum vorum hugheilar hátíðakveðjur. Við þökkum við- skiptin á undangengnum árum og væntum þess að geta veitt ykkur greiða og góða afgreiðslu í framtíð. Hafið hugfast, að vér veitum smáum gripasendingum nákvæm- lega sömu skil og þeim, sem stærri eru. WILLIAM J. McCOUGAN, Manager For The Best In Bedding . . . GLOBE • BEDS • SPRINGS • MATTRESSES • DAVENPORTS AND CHAIRS • CONTINENTAL BEDS • COMFORTERS • BEDSPREADS • PILLOWS AND CUSHIONS GLOBE BEDDING COMPANY LIMITED Winnipeg Calgary iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmiiiiiiiffliiiiiiffi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.