Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 21
LöGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLI, 1953
21
120 tonn af kartöflum sett niður í
70 hektara lands í Þykkvabænum
Kartöflurækt í Þykkvabæ er
enn að aukast, og voru garðlönd-
in stækkuð í vor um nálega 16
hektrara og eru nú um 70 hektar-
ar. 1 þessa garða hefir verið sett
niður 120 tonn af kartöflum, og
er sáningu nú að mestu lokið. Af
tilbúnum áburði hafa verið notuð
130 tonn, og af húsdýraáburði
ca. 1000 tonn.
Hagstœð veðrátta
Veðrátta hefir verið frekar
þurrviðrasöm á þessu vori, og
seinkar það að sjálfsögðu nokkuð
fyrir rótfestingu kartaflanna, en
veður hafa verið stillt, og hefir
það aftur á móti forðað garð-
löndunum frá foki, en fok úr
görðum koma æði oft fyrir, og
verður þá að yfirfara þá alla
með hreykiplógum, og er það
mjög mikil vinna, þar sem um
svo stór svæði er að ræða.
Kartöflutegundir þær, sem
ræktaðar eru á þessu svæði, eru
fyrst og fremst „Ben Lomond“,
og hafa bændur hallast að þeirri
tegund af þrem ástæðum: Hún
er eftirsótt matarkartafla, hún
geymist mjög vel, og hún er
nokkuð örugg í sprettu. Einnig
eru hér ræktaðar aðrar tegundir,
svo sem „Gullauga“, „Skán“,
„Ólafsrauður“, „Alpha“, „Blá-
landsdrottning“, „Rogalandsrauð
ur“ og „Eyvindur“, en mun
minna af þeim tegundum, vegna
þess, að þær hafa allar eitthvað
af þeim ókostum, sem kartöflu-
framleiðendum er verst við, svo
sem stöngulsýki, myglu, slæma
sprettu, eða lítt eftirsóttar sem
neyzluvara.
Vélar til niðursetningar
Við niðursetninguna hefir nú í
fyrsta sinn, svo nokkru nemi,
verið notaðar niðursetningarvél-
ar. Nokkrar af þeim eru inn-
fluttar frá Ferguson-verksmiðj-
unum í Bretlandi, en aðrar smíð-
aðar hér heima af bændum sjálf-
um. Hafa þessar vélar allar
reynzt mjög vel, og þær heima-
smíðuðu engu síður en hinar inn-
fluttu, og sumar þeirra öllu bet-
ur, þar sem tekizt hefir að sam-
ræma í einni vél bæði áburðar
dreifara og niðursetningu.
Vélar þessar eru þó enn á til-
raunastigi, og telja bændur þeir,
er að þessum smíðum hafa staðið,
möguleika á, að gera þær enn
fljótvirkari, öruggari í verki og
auðveldari í meðferð.
Tilraunir kostnaðarsamar
Kartöflurækt á íslandi í stór-
um stíl er, enn sem komið er, í
reifum og stutt á veg komin, og
mörg mistök gerð, sem eðlilegt
er, þar sem erfitt hefir verið að
Merkjasalan
til stuðnings minnisvarða
Stephans G. Stephanssonar
Þar sem ég veit, að marga
muni langa til að vita, hvern ár-
angur sala merkjanna til stuðn-
ings minnisvarða Stephans G.
Stephanssonar skálds á æsku-
stöðvum hans hefir borið hér
vestan hafs, þykir mér hlýða að
gefa bráðabirgðaskýrslu um
söluna.
Fram að þessum tíma nemur
salan og nokkrar fjárgjafir ein-
stakra manna samtals $430.00,
eða sem svarar rúmum 7000
krónum, ef reiknað er eftir nú-
verandi opinberu gengi dollar-
ins, sem er kr. 16.32. Hefir þessi
fjárupphæð þegar verið send
hlutaðeigendum á Islandi.
Mun ég svo bráðlega birta ná-
kvæma lokaskýrslu um söfnun-
ina, eða eins fljótt og mér hefir
borizt fullnaðar skilagrein frá
nokkrum útsölumönnum.
Með þakklæti til allra stuðn-
ingsmanna og kvenna þessa máls.
Vinsamlegast,
Richard Beck
Með innilegustu kveðjum
1 TILEFNI AF
ISLENDINGADEGINUM
3. AGOST 1953
AD. SCHESKE
General Merchant
ASHERN MANITOBA
|-----
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ágúst, 1953.
Wedding Cakes a Specialty
BALDWINSON BAKERY
BREAD - PIES - CAKES - PASTRY
Icelandic Specialties: Vinarterta - Kleinur
749 ELLICE AVE.
WINNIPEG
Phone 74-1181
r
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
3. ágúst 1953.
J. M. GÍSLASON
Forstjóri og eigandi
FLOTHOLTA VERKSMIÐJURNAR
A
Lundar Manitoba, Canada
u
Ti
0
Tí
0
Tí
0
Ti
0
Ti
0
Ti
0
Ti
0
Ti
0
Ti
0
Ti
0
Við samgleðjumst íslendingum á 64. þjóð-
minningahátið þeirra á Gimli 3. ágúst 1953,
og þökkum góða viðkynningu og vinsamleg
viðskipti þeirra, sem við höfum notið \ liðinni
tíð, og vonum að njóta í framtíðinni.
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, forstjóri
N.W. CHAMBERS and HENRY
WINNIPEG SÍMI 74-7451
ð
9
B
9
0
9
0
9
0
9
0
9
0
9
0
9
0
9
0
9
fá öruggar og raunhæfar upplýs-
ingar um einstök atriði í þessari
grein landbúnaðarins, frá til-
raunabúum ríkisins og öðrum
þeim stofnunum, sem fyrir land-
búnaðinn starfa, þótt erfitt sé
að koma auga á, að tilraunir 1
kartöflurækt á tilraunabúunum
og Atvinnudeild Háskólans,
væru svo kostnaðarsamar, að
þær ekki borguðu sig, á móts við
það, að neyða hvern einasta
bónda, sem að þessari fram-
leiðslu vill starfa, til þess að
reka sína eigin tilraunastöð, og
eyða svo þar að auki geysilegum
fjárfúlgum á ári hverju í kaup á
matarkartöflum erlendis frá.
Á■ vegum Sameinuðu þjóðanna
Á síðastliðnu hausti var hér á
ferð Dr. D. W. L. Stewart, sem
dvelur hérlendis á vegum ríkis-
stjórnarinnar vegna sauðfjár-
sjúkdómanna. Benti hann bænd-
um hér á, að nokkur mistök
hefðu orðið hér í sambandi við
þessa framleiðslu, sem þeir og
vissu, og að tilraunir til úrbóta í
einstökum atriðum, svo sem á-
burðarþörf jarðvegsins, sánings-
ræktun o. fl., yrðu ódýrastar og
auðveldastar með aðstoð til-
raunastöðvar þeirrar í landbún-
aðarfraipleiðslu, er Sameinuðu
þjóðirnar hafa til umráða og er í
Newcastle. Kom hann bændum
hér í samband við stofnun þessa,
og eru jarðvegsrannsóknir þegar
hafnar og verður ekki lokið fyrr
en á næsta vetri. Ýmis rit og
bækur hefir hann einnig útvegað
hingað, og má eflaust margt af
þeim læra og færa til íslenzkra
staðhátta.
Framtíð þessa atvinnuvegar á
íslandi er undir því komin, að
stjórnarvöld landsins komi auga
á þá staðreynd að „holt er heima
hvað“, og leggi bændum það lið,
sem þeir raunverulega eiga
kröfurétt á, í sambandi við allar
tilraunir og rannsóknir í þessari
framleiðslugrein.
Mbl., 31 maí
FALL TERM
OPENS
i
MONDAY, AUGUST 24th
If you prefer to enroll either before or after this date you may do so. Our
classes will be conducted throughout the summer without any interruption.
More Office Help Urgently Needed
Everywhere in Canada there is an alarming shorlage of
office help of every descripiion, bui pariicularly secre-
laries, stenographers, accounlants, bookkeepers, lypisis,
and office machine operators. The scarcity of applicants
has caused salaries to advance to a point higher than at
any time before. There never will be a beiter time to
Irain for office employment than now.
Make Your Reservations Now
For our Fall Term we have already received many advance registrations
from near and far-distant points in Western Canada. To reserve your
desk, write us, call at our office, or telephone. Ask for a copy of our
illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form.
Telephone 92-6434
M
(fcceáá locmmera/tt looume
Mtd.
T
The Air-Conditioned College of Higher Slandards
Portage Ave. at Edmonlon St.
W I N N I P E G